Skírnir - 01.01.1948, Page 119
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
117
Tai-chí, hinn eilífi frumgrundvöllur, sem
inniheldur Yang- og Ying-öflin, áður en þau
aðgreinast og valda þeim breytingum, sem
í heiminum eru. Þessi táknmynd er víða
notuð til skrauts, t. d. á byggingum.
tímabilinu 450-350 f. Kr., en sjálfan textann telur hann
vera frá fyrri hluta Chou-tímabilsins, þ. e. 10. til 7. öld
f. Kr. Og svo virðist sem Yí-ching hafi verið notuð öldum
fyrir daga Kung-tzu í flestum smáríkjum Kínaveldis. Þó
er hún ekki talin elzt af hinum helgu bókum. Söguritið
geymir vafalaust eldra efni.
Yí-ching greinir frá hinni kínversku frumspeki, og þó
sér í lagi þeirri töfraspádómafræði, sem á henni byggir.
Og jafnan hafa menn haft hvort tveggja í hávegum í Kína,
einkum þó læknar, prestar og spámenn. Hefur mikil
áherzla verið lögð á þá tækni, sem þarf til að framkvæma
spádómana.
Frumspekin er í stuttu máli á þessa leið:
Frá upphafi er til alger depill, Tai-chí. En hann geymir
tvö öfl, Yang og Ying. Þau eru í allri tilverunni. Yang er
birtan, sólin, hlýjan, karlkynið og hið góða. Ying er tungl-
ið, skýin, myrkrið, kuldinn, kvenkynið og hið illa. Og auk
þess táknar Yang himininn, ljósgjafann, hið fasta og ör-
ugga. En Ying táknar jörðina, skuggana, breytinguna og
hið hverfula.
Himinninn veitir regn, sólskin og hlýju, og skapar líf
og frjósemi á jörðunni. Um leið draga menn þá ályktun,
að karlkynið sé gott og verðmætt, en kvenkynið að sama
skapi illt og auvirðilegt. Fyrirlitning Kínverja á konunni
byggir þannig á eldgamalli og rótgróinni frumspeki, sem
ekki hefur tekið að haggazt nema lítið eitt ennþá.
Allt, sem til er, og allt, sem gerist, er fyrir samstarf
Yang- og Ying-aflanna eða fyrir baráttu þeirra. Meðan
Ying-öflin mega betur, er þoka, myrkur og glundroði. En
þegar Yang-öflin fá yfirhönd, verður lífið til vegna hins
hreina og lífgefandi loftstraums, sem þau gefa frá sér.
Þannig varð hinn fyrsti maður, Pan Kú, til. Hann vann