Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 120
118
Jóhann Hannesson
Skírnir
18.000 ár að því að smíða heiminn. Pan Kú opnaði him-
ininn og meitlaði jörðina (k’ai t’ien, p’i tí). Þar á eftir koma
þrír keisarar, himinkeisarinn, jarðkeisarinn og mannkeis-
arinn. Þeir unnu einnig óra-langan tíma, og þeir komu því
til leiðar, að jörðin varð byggileg. Því næst koma aðrir
keisarar. Yú Chao kenndi mönnum húsagerð, en fyrir hans
daga bjuggu þeir í hellum og holum. Sui Ren kenndi mönn-
um að nota eldinn. Um allt þetta eru til miklar og margar
helgisagnir í Kína, en svo hefst tímabil þeirra manna, er
Kínverjar telja fyrstu keisara sína. Telja þeir, að saga
hef jist með Fú Hsí keisara, 2852 f. Kr. En fáir munu þeir
Kínafræðingar vera, er telja hann sannsögulega persónu.
Vafasamt er, hvort vér höfum nokkurn sögulegan kjarna
fyrr en h. u. b. þúsund árum síðar, á tímabili Shang-keis-
aranna, sem áður er greint frá. Þó væri of djúpt tekið í
árinni að neita því, að Hsía-keisararnir hafi verið til, en
þeir hafa sennilega verið smákonungar á litlu landsvæði
við Gula-fljótið. Helgisagnahjúpur hvílir algerlega yfir
hinum fyrstu þúsund árum, sem menn eru vanir að telja
til kínverskrar sögu, og jafnvel lengur. Og helgiritin gefa
oss engar réttar hugmyndir um þessa tíma.
Yang-Ying-tvíhyggjan gengur eins og rauður þráður
gegnum Yí-ching, og reyndar gegnum alla kínverska hugs-
un. Það er sífellt bældur ótti við að Ying-öflin verði Yang-
öflunum yfirsterkari. Æðsta hugsjón Kínverja er þó ekki
bein barátta við Ying-öflin; slík barátta væri með öllu
vonlaus. En hin æðsta hugsjón er samræmi og jafnvægi
milli þeirra, svo að mannlífið og tilveran gangi ekki úr
skorðum. Kenning Lao-tzu og annarra um Tao er þannig
kenningin um þá leið, sem fara ber til þess að jafnvægið
raskist ekki. Öll ógæfa og spilling er afleiðing þess, að
samræmið raskast.
Þannig verður einnig mannfræði Kínverja. Maðurinn
er saman settur úr æðri og óæðri hluta, Sheng og Kwei.
Venjulega notar Yí-ching önnur eldri orð, en merkingin
er hin sama. Tvíhyggjan nær til allra sviða tilverunnar.
Svo virðist sem Sheng hafi verið notað um guðdómlega