Skírnir - 01.01.1948, Side 121
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
119
eða góða veru, en Kwei um anda framliðinna manna. En
um langan aldur hefur Sheng táknað guði og Kwei djöfla
eða illa vætti. Til er einnig fjölhyggjuleg kenning um
manninn, þar sem staðhæft er, að sálin sé saman sett úr
7 óæðri og 3 æðri hlutum. Er hún mjög algeng meðal al-
þýðu.
Hvernig verður nú leið Yang- og Ying-aflanna íundin?
Þessu vill Yi-ching svara með kenningu sinni um sexlínu-
myndirnar. Þær eru til orðnar sem hér segir:
(a) Yang er sterkt, táknað með heilu striki. Ying er veikt,
táknað með brotnu striki. Upphaflega voru notaðir
hringar, tómir og fullir, eins og í almanökum vorum,
til að tákna fullt og nýtt tungl. — Strikin eru svo
margfölduð með 4; verða þau þá 8, þar af helmingur-
inn sterk strik, en helmingurinn veik. Þessum 8 strik-
um er svo skipt í 4 flokka. Fyrst eru tvö sterk, þá eitt
sterkt ofar, en annað veikt neðar, þá eitt sterkt neð-
ar og veikt ofar, og loks tvö veik í fjórða flokki. Þetta
eru hinar fjórar árstíðir.
(b) Skiptingunni heldur nú áfram, og er jafnan dreift í
fleiri flokka, en flokkarnir verða 8, og þrjú strik í
hverjum. Þetta er pah-kwa spádómstaflan, sem kennd
er við Fú Hsí, keisara á tímabili helgisagnanna.
(c) Enn er margfaldað (8x8 og 2x3) og fá menn þá
6U flokka, og 6 strik í hverjum flokki. Þetta eru sex-
línumyndirnar, og eftir þeim er spáð um örlög manna,
viðburði í framtíðinni, líf og dauða í sjúkdómi, yfir-
leitt um allt, sem menn óska að fá vitneskju um fram
í tímann, hvort það fari vel eða illa. Útskýringar á
spádómum samkvæmt sexlínumyndunum eru aðal-
innihald Yí-ching. Með því að viðhalda trú manna
á duttlunga töfranna og óskiljanlega sameiningu
Yang-Ying-aflanna, hefur Yí-ching dregið úr sið-
ferðilegri viðleitni manna. Alþýðan hefur ekki kært
sig um að hugsa um hinar háleitu hugsjónir beztu
kennenda þjóðar sinnar, heldur ævinlega leitað til
töframannanna, þegar eitthvað lá við. Nauðungar-