Skírnir - 01.01.1948, Side 123
Skímir
Um kínverskar fombókmenntir
121
hugsun örlagatrúarinnar sigraði í baráttunni við hina
siðferðilegu viðleitni. Þessir töfrar hafa valdið því,
að svikarar hafa ævinlega haft nóg að gera í Kína.
Og sennilega hefur engin þjóð í sér aðra eins þrá til
að spila með peninga. Auðmenn sitja allan daginn og
spila, tapa og vinna, og er þetta hið mesta böl meðal
efnuðu stéttanna.
Vegna hins sérkennilega efnis er Yí-ching afar-tyrfin
aflestrar á frummálinu. Til þess að skilja hana, þarf les-
andinn að kynna sér mikið af nýjum orðum og hugtökum.
1 augum sumra verður hér um svörtubók að ræða. En þó
er ekki erfiðara að hugsa sér, að menn geti orðið heillaðir
af sexlínuspádómunum en af því að spá í spil, lesa í lófa
og kynna sér stjörnuspár og annað þess háttar.
Lí-chí, siðabókin, er eins og áður var vikið að efnismest
af hinum fimm helgiritum. Séu þau prentuð í heild, mun
Lí-chí nema sem svarar 40% af efni þeirra.
Auðséð er strax af efninu, að ekki er gengið frá þessu
riti fyrr en alllöngu eftir daga Kung-tzu. Á fornöld Kín-
verja hefur verið til allmikið af bókum um siðaregl-
ur og helgisiði. Og varðveitzt hafa þrenns konar söfn af
þessu tagi frá fornöldinni, þ. e. l-lí, Chou-lí og Lí-chí. Vér
ræðum hér aðeins hið síðasttalda af þessum ritum, með því
að það er helgirit og hefur almennt gildi. Chou-lí er bund-
ið við eitt ákveðið tímabil, eins og nafnið ber með sér, og
þetta rit veitir oss mikla fræðslu um siði og hætti Chou-
keisaratímabilsins. Að því leyti hefur það mikið sögulegt
gildi. í-li er aftur á móti bundið við eina stétt, embættis-
mennina.
Sumir kaflar Lí-chí voru meðal þeirra bóka, sem Shih-
hwang-tí lét brenna. Koma margir menn við sögu, er þetta
ritasafn var endurheimt, og skal hér ekki farið út í það.
Saga textans er mjög flókin. Han-keisararnir létu sér
mjög umhugað um að fá þetta safn endurheimt. Szu-ma
Chien greinir frá fyrirskipun keisara um að safna því,
sem til varð náð af hinum „konunglegu tilskipunum“, en
þær er að finna í Lí-chí. Á dögum Hsiens konungs (155-