Skírnir - 01.01.1948, Side 125
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
123
fræði eða mannfræði Kínverja, eins og vér finnum hjá
Forn-Grikkjum í heimspeki þeirra.
Efni helgiritsins má greina í fimm meginflokka sam-
kvæmt því, sem Kínverjar telja meginatriði helgisiða og
velsæmis.
(1) Um fórnir. Þar greinir frá fórnum himinsins og
Shang-Tí, hins æðsta guðs, ennfremur fórnum ann-
ara guða og fórnum forfeðra. I þessu sambandi er
ekki aðeins um reglur að ræða, heldur einnig um lýs-
ingu og rökstuðningu fórnarsiðanna. Þar er greint
frá þeim hlutum, litum og áhöldum, sem nota skuli
við fórnirnar. (7., 9., 14., 20., 21. og 22. bók fjalla um
þetta.)
(2) Um sorgarsiði. Þessir siðir hafa ævinlega verið mjög
margbrotnir í Kína, og stafar það af því, að forfeðra-
trúin hefur jafnan verið mjög veigamikill þáttur í
kínverskum trúarbrögðum. Yegna hins mikla greinar-
munar, sem gerður er á karlkyni og kvenkyni í þjóð-
félaginu, urðu siðirnir mismunandi eftir því, hvort
karl eða kona átti í hlut. Hér greinir frá sorgarsið-
um, sem það tók allt að þrem árum að framkvæma.
(Sorgarsiðirnir eru í 5., 13., 18., 19., 31., 32., 33., 34.,
35. og 46. bók.)
(3) Um siði í sambandi við hirðlíf, vopnabúnað og annað,
sem stjórnendur ríkja þurfa sérstaklega að hafa í
huga. Ræðir þar um skyldur aðalsmanna við konunga
og keisara, skyldur hermanna við herforingja o. s.
frv. Kínverjum hefur verið illa við hernað frá alda
öðli. Þess vegna hefur mönnum ekki þótt veita af því
að gefa fastar reglur um þessi efni. (Sjá 11., 12. og
42. bók.)
(4) Um þjónustu gagnvart sér eldri mönnum. Þetta kemst
næst því að vera siðfræði í vorum skilningi. 1 þessu
sambandi kemur einnig til greina afstaða manna til
náungans almennt. Uppeldið er miðað við að tryggja