Skírnir - 01.01.1948, Page 126
124
Jóhann Hannesson
Skírnir
það, að hin yngri kynslóð þjóni hinni eldri (3. og 6.
bók). í þessu sambandi kemur mikið sögulegt efni til
greina; segir frá sonum og lærisveinum, sem voru
öðrum til fyrirmyndar. Á hinni sonarlegu skyldu-
rækni skyldi einnig byggja ríkisstjórnina (4. og 39.
bók). Kenningin um mikilmennið er hér einnig flutt.
Það er allt önnur kenning en sú, sem Nietzsche flytur
um ofurmennið. Mikilmennið í kínversku fornbók-
menntunum (orðið er notað hér um bil 300 sinnum í
helgiritunum) gerir skyldu sína gagnvart öllum, þótt
það fyrirlíti „lítilmennið", en fyrirlitningin kemur
af því, að „lítilmennið“ gerir ekki skyldu sína.
Kenningin um hina sonarlegu skyldu hefur valdið
því, að meðferð gamalmenna hefur verið betri í Kína
en í flestum öðrum löndum. Þó náðu þessar skyldur
í raun og veru aðeins til gamalmenna innan fjölskyld-
unnar, og gamlir betlarar hafa verið bæði margir og
vesælir. En engin þjóð hefur heiðrað föður sinn og
móður eins og Kínverjar, enda hafa þeir lifað lengi
í landinu.
(5) Um brúðkawp og aðrar fjölskylduhátíðir, reglur um
fjölskyldulífið. Þar ræðir sérstaklega um skyldur
barna og tengdabarna, og um skyldur húsfreyjunnar.
Ekki mundum vér öfunda hina kínversku húsfreyju
af skyldum hennar. (Sbr. 10., 15., 41. og 44. bók.)
Ennfremur ræðir um nám og um hljómlist. Ef til vill
hefur verið til sérstakt helgirit um hljómlistina, og á því,
sem Lí-chí segir um þessa list, má sjá, að hún hefur verið
mjög í hávegum höfð. Merkustu kaflar Lí-chí munu þó
vera hin tvö klassisku rit eftir Kung-tzu sjálfan, en þau
eru Ta-hsioh og Chung-Yung — „Hinn mikli lærdómur"
og „Samræmi og jafnvægi“. Bæði ritin eru færð í letur
af lærisveinum hans, og þau eru einnig í bókunum fjór-
um, eins og áður er getið. Þá segir frá samræðum við
Kung-tzu á heimili hans (26. og 27.). Fá menn þar góða