Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 127
Skirnir
Um kínverskar fombókmenntir
125
hugmynd um þann anda, er mótaði líf og starf hins mikla
spekings.
Frá klæðaburði segir einnig í sumum þáttum þessa
helgirits, og frá siðum og reglum við skemmtanir og leiki
er einnig greint.
Um samband milli ríkja töluðu hinir fornu spekingar
allmikið. Vér verðum að gæta þess, að þessir tímar — fyr-
ir daga Shih-hwang-tí — voru tímar lénsherra og aðals-
manna í Kína. Var samkomulag milli þeirra allt annað en
gott, og hér var því um sérstakt vandamál að ræða. Og
margar þær reglur, sem gefnar eru um ríkisstjórn, eru
miðaðar við smáríki, sem eru að meira eða minna leyti
sjálfstæð gagnvart keisaranum.
Hsíao-ching, helgiritið um hina sonarlegu skyldu, er
minnst allra hinna fimm helgirita. Efni þess er ekki meira
en svo, að það kæmist vel fyrir á 10-12 bls. í þessari bók.
Og þó hefur þetta helgirit verið afar þýðingarmikið. Það
hefur mótað höfuðdyggð Kínverja, hina sonarlegu skyldu-
rækni, um tvö þúsund ára skeið.
Engin ástæða er til að ætla, að neitt af því hafi verið til
fyrir daga Kung-tzu, og það er bersýnilega yngra en hin
þrjú elztu helgirit. Margir Kínverjar telja, að Kung-tzu
hafi samið það sjálfur, og eru til mjög forn ummæli um
að svo hafi verið. En sennilegra mun þó vera, að það sé
samið eftir hans daga, af lærisveinum hans. Bókin hefst
með viðtali Kung-tzu við einn hinna fremstu lærisveina
hans, Tzang-tzu. Eðlilegt mun því vera að telja þennan
lærisvein höfund ritsins, þótt meistarinn sjálfur muni
hafa lagt efnið til.
Þessi bók var auðvitað brennd, eins og flest hinna helgi-
ritanna, meðan Shih-hwang-tí fór með völd. En efni henn-
ar er svo auðvelt að muna, að ekki er ástæða til að ætla, að
það muni hafa afbakazt mikið, jafnvel þótt öll handritin
hefðu glatazt, sem er þó ekki sennilegt.
Tilgangur þessa helgirits er að gera hina sonarlegu
skyldurækni að grundvelli alls siðferðis og allrar breytni