Skírnir - 01.01.1948, Síða 128
126
Jóhann Hannesson
Skírnir
gagnvart öðrum viönnum. Ekkert orð er til í Evrópumál-
unum, sem nær merkingunni í hinu kínverska orði hsíao.
Þess vegna verður að grípa til skýringa. I orðinu felst
fyrst og fremst skyldurækni sonar við foreldra, en jafn-
framt felst í því lotning, sem nálgast trúræna lotningu.
„Hsíao er rót allra dyggða, og sá stofn, sem öll siðferðileg
fræðsla vex út frá,“ segir í fyrsta kafla bókarinnar. Lík-
ami sína hafa menn þegið af foreldrum sínum; þess vegna
er það óhugsandi að gera þeim nokkuð illt. Með því að lifa
vel og ná frægð, efla menn vegsemd foreldra sinna.
Á sama hátt verða menn að heiðra keisarann, smákon-
unga, aðalsmenn og embættismenn, bæði þá, sem hátt
settir eru, og aðra. Atvinnuvegir þjóðarinnar eiga að mið-
ast við sonarlega skyldurækni og lotningu. Sams konar
lotningu ber að sýna hinum þrem máttarvöldum, himnin-
um, jörðunni og manninum, þ. e. mannkyninu, eða hinum
dökkhærða lýð, eins og Kínverjar kalla sinn eigin kyn-
flokk. Hsíao — sonarleg skyldurækni og lotning — verður
þannig meginregla og undirstaða alls siðferðis og nær til
allra sviða tilverunnar. Brot gegn þessari grundvallar-
reglu veldur ófriði, slysum, hungursneyð og alls konar
truflunum í náttúrunni, þ. e. reiði himinsins. Af öllu, sem
til er á jörðunni, er maðurinn æðstur, og af öllum hans
verkum er hin sonarlega skyldurækni og Iotning æðst.
Þess vegna er jafn-nauðsynlegt að færa öndum forfeðr-
anna fórnir og sjálfum himninum.
Af þessu leiðir hinar fimm meginafstöður milli manna:
milli þjóðhöfðingja og ráðherra, milli föður og sonar, milli
húsbónda og húsfreyju, milli eldra og yngra bróður, milli
vinar og vinar. Og megindyggðirnar verða einnig fimm:
mannúð, réttlæti, velsæmi, dómgreind og trygg orðheldni.
Hlutverk spekinga og fræðimanna er að kenna þá sið-
fræði, sem byggist á hinni sonarlegu skyldurækni.
Það liggur í hlutarins eðli, að keisararnir höfðu þessa
speki í hávegum. Hún kenndi, að þeir væru feður lýðsins.
Hin trúræna lotning, sem foreldrunum skyldi veitt, styrkti
vald keisaranna fremur öllu öðru. Þetta varpar Ijósi yfir