Skírnir - 01.01.1948, Page 131
Holger Öberg
Um Sylgisdali
[Efnið í þessa grein hef ég verið að tina saman í hjáverkum um
mörg ár. Nokkrum sumarvikum samfleytt varði ég í að skrifa upp
nafnmyndir úr íslenzku handritasöfnunum í Kaupmannahöfn, en
vegna þess, að nokkur mikilvæg handrit voru þá lánuð til íslands,
en eru nú komin aftur til Kaupmannahafnar, hef ég orðið að leita
velvildar Jóns prófessors Helgasonar, sem vinsamlegast hjálpaði
mér að fylla í skörðin, og kann ég honum beztu þakkir fyrir.
Þegar ég tók að vinna úr syrpum mínum eftir beiðni ritstjórans,
vantaði ósjaldan hjálpargögn, sem aðeins voru til í Svíþjóð, en tím-
inn var stuttur, og oftast varð þvi að tjalda, sem til var; bið ég því
góðfúsa lesendur að misvirða ekki, það sem kann að vera ábóta-
vant af þeirri ástæðu.]
I.
„Sviplegt er í Syrgisdölum,“ kvað Grímur Thomsen, og
síðan lýsir hann einhverjum hryggilegum kynjastað. En
nafnið kemur víðar fyrir hjá honum en í þessu eina kvæði.
Það kemur fyrir í kvæðinu „Draumaland“, og er þar tákn-
rænt nafn, andstæða Mornalands, sem er gleðistaður.
Sýnilega hefur þetta nafn haft mikil áhrif á ímyndunar-
afl skáldsins.
Hvaðan mundi Grímur Thomsen hafa fengið það? Bend-
ingu í þá átt gefur hann í lok fyrrnefnds kvæðis, þar segir
hann:
Sagt er, að úr Syrgisdölum
sína ræki Glámur ætt,
og er þá auðséð, hvaðan nafnið er komið. 1 kvæðinu „Glám-
ur“ er þess líka getið, að sú persóna hafi verið frá þessum
sama stað. Ef við lítum nú í Grettis sögu (32. kap.), finn-
9