Skírnir - 01.01.1948, Page 132
130 Holger Öberg Skírnir
um við þar svipað nafn á heimkynnum Gláms, en þó ekki
alveg hið sama. En Grímur hefur þekkt nafnið Syrgisdali
úr Þorleifs þætti jarlsskálds, og þó að þeir séu þar sagðir
í Svíþjóð hinni köldu, hefur Grímur án efa talið það sömu
dalina, en nafnið Syrgisdalir hefur Grími þótt skáldlegra
en myndir nafnsins í Grettis sögu. Á enn fleiri stöðum
kemur það fyrir í fornum ritum, svo sem síðar mun sagt
verða.
Ekki er von til að finna Syrgisdali Gríms á nokkru
landabréfi, þeirra staður er án efa aðeins í „heimi hugar-
burðar“. Hitt er ekki eins víst, að sama máli gegni um
nafnið í Grettis sögu. Óhugsandi er ekki, að það sé úr
heimi veruleikans. 0g má þá vera, að þeir dalir séu allt
öðru vísi en dalirnir, sem Grímur Thomsen lýsir. Um þetta
efni verður nú fjallað hér á eftir.
II.
Á 17. og 18. öld gáfu fornfræðingar á Norðurlöndum
mikinn gaum að íslenzkum sögum og kostuðu kapps um
að grafa þar upp fræðslu um eldri sögu þjóða sinna, og
voru fornaldarsögurnar þá ekki sízt mikils metnar sem
söguheimildir. Þóttust menn þá stundum gera uppgötv-
anir, sem síðan hafa verið virtar að engu, oftast að mak-
legleikum, en ef til vill ekki alltaf. Hér skal nokkuð rætt
um fornfræðilega skýringu, sem virðist hafa ratað í
gleymsku óverðskuldað.
Maður er nefndur Zacharias Holenius. Hann lét prenta
meistaraprófsritgerð í Uppsölum árið 1722, Dissertationis
academicae de Dalecarlia pars prior, og kemst hann þar
(bls. 7) svo að orði: „. . . territorium Oster-Dala, quod
antiquitus Siglisdala Siljansdalarne ex . . . lacu Silian
insigniebatur. Egregium hujusque denominationis testi-
monium ex Gaungo Rolfonis historia petimus . . . Gaungo
Rolfo . . . respondit, simulando: hann nefndist stigande
ok kvadst vera ættaþur ofann ur Siglisdolum i Sviariki“
(. . . Eystri-Dala umdæmi, er að fornu var kallað Siglis-