Skírnir - 01.01.1948, Page 133
Skírnir
Um Sylgisdali
131
dala Siljansdalarne eftir vatninu Siljan . . . Ágæt
rök að þessu sækjum vér í Göngu-Hrólfs sögu . . . Göngu-
Hrólfur . . . svaraði til þess að dyljast: hann nefndist o. s.
frv.).
Ekki er líkingin milli Siglisdcda og Siljansdalarne sann-
færandi. En Holenius hefur vafalaust þekkt alþýðlegri
mynd þessa sænska landsheitis, sem hann lagar hér til í
því skyni að gera það skiljanlegra íbúum annarra lands-
hluta og breytir til samræmis við vatnsheitið Siljan í
nokkurs konar ríkismálsmynd. Og íslenzka myndin Siglis-
er vondur lesháttur, sjaldgæfur í handritum Háskólabóka-
safnsins í Kaupmannahöfn og ekki til í handritum Kon-
unglega bókasafnsins þar, en í handritum í sænsku bóka-
söfnunum er hann einráður, og í flestum handritum hon-
um samhliða sá spillti texti, sem Holenius hefur notað, og
sem segir Hrólf sjálfan í stað Jólgeirs víkings ættaðan úr
Siglisdölum. En vera má, að Holeniusi hafi verið bent á
þennan stað í Göngu-Hrólfs sögu af öðrum manni, sem
þekkti söguna af öðru handriti, og kynni sú þekking að
vera af íslenzkum rótum runnin. Því að finna má leshátt,
og það einmitt í beztu handritum sögunnar, sem mælir
með skýringu Holeniusar. Annars finnst þetta nafn af-
bakað á ýmsan hátt í handritunum, og er það skiljanlegt,
þar sem það mun hafa verið með öllu ókunnugt hinum ís-
lenzku skrifurum.
Árið 1738 gaf E. J. Bioerner (Biörner) út í Stokkhólmi
Inledning til de yfwerborna göters gamla háfder, sárdeles
götiska sprákets förmán och sagornas kjánnedom, og tel-
ur hann þar upp Svía og Gauta, sem fluttu til íslands á
landnámsöld og fyrstu tímum íslands byggðar. Getur
hann (bls. 40) m. a. um „en fáraherde benámd Glamer
frán Swenska Fylkisdalerna“. Hann styðst hér við miður
góðan leshátt í Grettis sögu. Olof Dalin hefur í Svea rikes
historia (I, Sth. 1747, bls. 95) svipaða upptalningu og
vitnar til rits Biörners; nefnir hann þá „Glamer frán
Dalarne", og virðist hafa haft nokkur kynni af öðrum les-
háttum og þótzt þekkja þar hið alþýðlega nafn Eystri-Dala.
9*