Skírnir - 01.01.1948, Page 134
132
Holger Öberg
Skírnir
Síðan hefur samtenging nafnsins í íslenzku sögunum
og hins sænska héraðs orðið langlíf í sagnaritum og hér-
aðalýsingum, og skal ég nú gera stuttlega grein fyrir því.
A. A. Hiilphers segir í Dagbok öfw. en Resa igenom
de, under Stora Kopparbergs Höfdingedöme lydande Láhn
och Dalarne ár 1757, Wásterás 1762, bls. 126: „Landet
háromkring har blifwit af sjön kalladt Siljans, fordom
Siglis-Dalarne.“ Hér hefur hann sömu ríkismáls gervimynd
og Holenius, en á öðrum stað í sömu bók, bls. 102, notar
hann hina alþýðlegu erfðamynd nafnsins: „Öster-Dalarne
. .. Av belágenheten omkring sjön Siljan, har denna orten
. . . fordom blifwit kallad Siglis eller Siljes-dalar,“ svo
einnig í Samlingar til en Beskrifning öfwer Norrland,
Tredie Samlingen om Herjedalen, Westerás 1777, bls. 43:
„Lill Herjedals Sockn. Gránsar emot Elfdals och Sárna
Pastorater i Siljes eller öster Dalarne."
J. G. Liljegren gaf „Gánge Rolfs saga“ út í Stokkhólmi
1818 sem fyrsta bindi ritsafnsins Skandinaviska forn-
álderns hjeltesagor, og var það tólf árum áður en hún var
fyrst prentuð á íslenzku; þar segir hann í athugasemd
við 9. kap. sögunnar: „Siglisdalarne i Svearike. Med Silis-,
Siljes- eller Siglisdalarne, det ár: Sjödalarne, betecknas
Dal-tracterna kring Sjön Siljan,“ og vitnar í neðanmáls-
grein í Hiilphers Dagbok.
Ennþá árið 1880 skrifar C. G. Styffe í Skandinavien
under unionstiden, 2. útg., Stockh., bls. 257: ,,Dala hun-
dare, hvars hufvuddel af de omkringliggande fjálltrak-
ternas inbyggare utmárktes genom namnet Siglisdalr el-
ler Silliesdalarne."
Þessarar túlkunar á nafninu á átthögum þeirra Jólgeirs
víkings og Gláms gætir einnig á íslandi. Karl Finnboga-
son skrifar t. d. í Landafræði handa börnum og ungling-
um, Rvík 1907, í upptalningu stöðuvatna í Svíþjóð: „Siljan
í Dölum (Sylgisdölum)“, og hefur þá hið íslenzka sögu-
nafn í þessari landfræðilegu notkun náð nokkurri út-
breiðslu meðal manna á íslandi.