Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 135
Skímir
Um Sylgisdali
133
III.
Málfræðingar síðari tíma hafa ekki viljað viðurkenna
skýringuna Siglis- eða Sylg(i)sdalir — Siljesdalarne.
Notkun þessa sænska nafns hefur smám saman fallið
niður og því þess vegna verið lítill gaumur gefinn af vís-
indamönnum. 0g þegar þessi skýring var gerð, var vitn-
að til nafnsins úr Göngu-Hrólfs sögu í mynd, sem ekki var
gott að koma heim við sænska Dalaheitið. En þar sem síð-
ari útgáfur hafa aðra nafnmynd, sem nokkru betur mun
standast samanburð, þykir ekki ómaklegt að líta nánar á
nafnið í þeim handritum, sem það hafa geymt.
Það sýnir sig þá, að Siglis (einu sinni Sygles) stendur
í öllum handritunum af Göngu-Hrólfs sögu í sænskum
bókasöfnum, en þaðan hefur það ratað í bækur sænskra
fræðimanna um tveggja alda skeið. En í handritum Há-
skólabókasafnsins í Kaupmannahöfn er þessi mynd sjald-
gæf og finnst ekki í handritum Konunglega bókasafnsins
þar, aðeins í einu handriti Siglz. Annars stendur sitt í
hverju handriti, nema að Sylgis (Silgis) stendur í 7 hand-
ritum, og meðal þeirra er skinnbókin AM 152 í arkarbroti,
sem Rafn lagði til grundvallar við útgáfuna 1830, og önn-
ur hin merkustu handrit sögunnar.
Eftir því sem gildi handritanna vísar til, virðist Sylgis
vera bezta mynd nafnsins í Göngu-Hrólfs sögu, enda er hún
í öllum útgáfum sögunnar nema sænsku útgáfunni 1818.
Þó að atburðir Göngu-Hrólfs sögu séu ekki sannsögu-
legir, þá eru nöfnin á stöðum og löndum í henni samt ekki
tilbúin. Enda er í sömu andránni getið Vermalands, sem er
gott og gilt landsheiti og á vel við á þessum stað í sögunni.
Má því gera ráð fyrir, að höfundur Hrólfs sögu hafi haft
vitneskju um nafn og legu héraðs, sem héti Sylgisdalir.
önnur heimild, sem sænskir fornfræðingar hafa vitnað
í um þetta hérað, var Grettis saga. I henni eru leshætt-
irnir ennþá fjölbreyttari, og er Siglis (Syglis) algengast
í yngri pappírshandritunum, alveg eins og í Göngu-Hrólfs