Skírnir - 01.01.1948, Síða 136
134
Holger Oberg
Skímir
sögu. En jafnvel milli sex aðalhandritanna er mesta ósam-
ræmi.
AM 551 a, 4to, sem þeir Gísli Magnússon og Gunn-
laugur Þórðarson lögðu til grundvallar í Hafnarútgáf-
unni 1859 og hefur alltaf verið fylgt í síðari útgáfum,
hefur Sylgs. I íslenzku Fornritaútgáfunni 1936 kemst
útg., mag. Guðni Jónsson, svo að orði: „Nafnið er nokkuð
vafasamt, eins og leshættirnir sýna, en Sylgsdalir virðist
réttasta myndin, sbr. svelgja og sylgr: drykkur.“ Mér
finnst, að þetta hefði eins vel mátt segja, þó að lesháttur-
inn Sylgis hefði verið valinn, sem er að finna í skyldu
handriti, AM 556 a, 4to, og má draga af sömu rót. En sá
lesháttur hefur það þar að auki til síns ágætis að hafa tvö
atkvæði, en það er sameiginlegt einkenni allra hinna les-
háttanna, Syrgils, AM 152 fol., og Syrgilz, AM 151 fol., af
sama handritaflokki; Silkis, AM 150 fol., og Fylkis, De la
Gardie 10 4to (hvort tveggja skrifað eftir tveimur eldri
handritum og náskylt bæði 556 og 152), ennfremur Siglis
og aðrir ómerkilegri leshættir, sem allir mæla fremur með
tvíkvæðri frummynd. Viðleitni að gera Sylgis skiljanlegra
mun felast í Silkis; því hefur síðan verið breytt í Fylkis
fyrir mislestur á upphafsstafnum.
Sé leshátturinn Sylgis réttur, er sama nafnið í Göngu-
Hrólfs sögu og Grettis sögu. En auðvitað hefur Sylgs í
Grettlu getað breytzt í Sylgis fyrir áhrif frá Göngu-
Hrólfs sögu. Þó má eins vel skýra Sylgs sem brevting úr
Sylgis fyrir áhrif frá Snorra Eddu: Sylgr heitir ein af
ám þeim, er falla af brunninum Hvergelmi; Sylgr stendur
einnig í þeirri nafna- og heitaskrá, sem ásamt öðrum þul-
um fylgja Skáldskaparmálum í flestum Edduhandritunum.
Um Sylgsdali í Grettis sögu kemst R. C. Boer svo að
orði í útgáfu sinni í Altnordische Saga-Bibliothek VIII,
1900, bls. 122: „Sylgsdalir scheint ein erfundener name
zu sein.“ Og Guðni Jónsson segir í sinni útgáfu, íslenzk
fornrit VII, 1936, bls. 109: „Ekki er staðarnafn þetta
kunnugt í Svíþjóð.“
En í doktorsritgerð, sem út kom í Uppsölum 1947 og