Skírnir - 01.01.1948, Page 137
Skírnir
Um Sylgisdali
135
fjallar um örnefni í Dölum og önnur skyld efni (Dalska
namn- oeh ordstudier 1:1), lætur höfundurinn Bror Lin-
dén, sem sjálfur er borinn og barnfæddur í Sollerön í
Siljan, í Ijós aðra skoðun. Hann vill veita hinni gömlu
skýringu, að átthagar Gláms í Grettis sögu séu Eystri-
dalir, uppreisn. Hann segir (bls. 36, neðanmálsgrein 1):
„Av visst intresse för frágan om Dalabygdernas stállning
under medeltid ár . . . ávensom den passus i islándska
sagan Grettis Ásmundarsonar (1300-t.), dár en man ságer
sig vera ættaðr ór Svíþjóð ór Sylgsdölum ‘hárstamma frán
Siljesdalarna i Sverige’ — ett namn som nog icke med
Boer i Altnord. Sagabibl. s. 122 bör uppfattas sásom pá-
hittat.“
IV.
Norðarlega í Mið-Svíþjóð og upp að landamærum Nor-
egs liggur hérað það, er Dalarna heitir (eða Dalarne, sam-
kvæmt eldri málvenju). Kjarni þess er byggðin kringum
stöðuvatnið Siljan, sem Österdalálven rennur um, en neð-
ar sameinast hún Vásterdalálven. Vatnið sjálft og báðar
árkvíslarnar ásamt nokkrum spöl af Förenade Dalálven
með sveitum þeim, er þar um liggja, voru upprunalega
það svæði, sem heitið Dalarna átti við. Niðri í Bergslagen,
jafnvel í þeim hluta, er nú telst til Dalarna, koma víða
fyrir staðanöfn, sem byrja á Dalkarls-, t. d. Dalkarlsbo,
en þýðingarlaust var að kenna stað við Dalakarl þar, sem
allir voru Dalakarlar, og sýnir það, að hugtakið Dalama
náði áður fyrr ekki þangað.1)
Österdalarna er kölluð öll byggð umhverfis Siljan og
österdalálven þar ofan og neðan við. Þetta svæði kallaði
Holenius 1722 og Hiilphers 1762 Siljansdalarne. En þetta
var ekki hið alþýðlega nafn þess.
í dómsgjörð frá Brunflo í Jamtalandi 16272) finnst
1) B. Hesselman: Frán Marathon till Lángheden, Uppsala 1935,
bls. 170-1.
2) Jámtlands domböcker och landstingsprotokoll I, Lund 1933,
bls. 229.