Skírnir - 01.01.1948, Síða 139
Skírnir
Um Sylgisdali
137
gránsande bygder. Redan 1483 antráffas ordet i denna
betydelse. I öfverensstámmelse hármed benámndes hárje-
dalingarna ofta under áldre tid dalamdn (dala men 1483).“
Og í neðanmálsgrein er bætt við: „Den angránsande delen
av landskapet Dalarne, Österdalarne, kallas uti áldre
handlingar och ánnu i allmogespráket till átskillnad Silies-
dalama (Selesdalan, Siljans-dalarne); áven Stora dalarne
(„Elfdalen i Stora Dalarne" 1778).“ — Það skal tekið
fram, að -an er algeng fleirtöluending með greini í mið-
og norðursænskum mállýzkum og samsvarar -ana (þolf.)
í íslenzku.
Frá miðöldunum er mér ekki kunnugt nema um eitt
dæmi. Árið 1440 beiðist „peder frömundsson heresdom-
hawandes offuer dala . . . beskedlix mans jncigle knut
pedersons fogathe j silgesdalen for thetta breff".1)
Einnig hér er dæmi um að nafnið hafi verið notað inn-
an héraðs. Eintölumyndina, sem við höfum líka séð áður,
mætti víst skilja þannig, að nafnið hafi einkum borið
einn dalur, en fleirtala þess verið höfð um „Silgesdal og
þá dali“, þ. e. allt dalakerfi Silges.
V.
Það hefur verið talið sjálfsagt af þeim, sem þekktu
nafnið Siljesdalarne, að draga það af vatnsheitinu Siljan,
en þó eru þau tormerki á því, að í Siljesdalarne felst eign-
arfall af sterkum m-stofni, en nafn vatnsins í eldri ný-
sænsku beygist sem veikur an-stofn með greini (þgf.
Siljanom), og er Siljan vitanlega þolfallsmyndin, sem hef-
ur í sænsku ríkismáli í samræmi við margar mállýzkur
hér eins og oftar líka fengið hlutverk nefnifallsins. En í
Mora-mállýzkunni t. d., við ofanvert vatnið, er gamla nefni-
fallið lifandi ennþá og heitir Silin.
Þetta nafn hefur verið dregið af rótinni sil: vera lygn,
1) Diplomatarium dalekarlicum I, Stockh. 1842, bls. 92, og, með
leiðréttum texta, Bror Lindén: Dalska namn- och ordstudier I :1,
bls. 156-7.