Skírnir - 01.01.1948, Síða 140
138
Holger Öberg
Skírnir
hljóður o. þ. h.1) Þó getur Hellquist þess í hinu fyrra riti
sínu (sjá neðanmálsgreinina), að vatn þetta sé í Diploma-
tarium dalecarlicum kallað Silghissiö (1442), og mæli það
ekki með sambandi nafnsins við rótina sil-, þó að ekki sé
það ómögulegt.
f mállýzkunum við neðanvert vatnið er nafn þess: í Lek-
sand Saljön, í Ráttvik Söljön, með hinu svonefnda þykka
l-i (tjockt l), sem er algengt í sænskum og norskum mál-
lýzkum. Miðaldadæmið í Diplomatarium dalecarlicum (I,
hls. 96) stendur í dómsgjörð eftir Karl Bonde Tordsson
lögmann 1442 út af landamerkjaþrætu milli Mora og Orsa
annars vegar, en Leksand og Ráttvik hins vegar, og er þar
lýst stefnu gamalla landamerkja (ra, nys. rá): „ . . . oc sa
ra ræt tædhan in ij ændzskyær thet ær ra mellan lexand
oc mora nordhan silghis siö oc fra ændzskyær ra ræt
tvært owir silghis siö in til tellanes . . . “ í eftirriti frá
1456 (Dipl. dalekarl. I, bls. 98) er nafnið á báðum stöð-
um ritað sylghesyö.
Um breytingar nafnsins er það að segja, að gh (blást-
urs-£r) á undan i má samkvæmt hljóðlögmálum hafa breytzt
í j í Leksand og Ráttvik, en í Mora kynni það að hafa horf-
ið alveg, sbr. að kvenmannsnafnið Birgit hefur breytzt þar
í Berit. Það er líka eðlilegt, að i breytist í á í Leksand á
undan „þykku“ l með öðru samhljóði á eftir. En ö (Rátt-
vik) er samsvarandi kringt hljóð, og sé það gamalt, hefur
það upphaflega verið y, eins og stendur í eftirriti dóms-
gjörðarinnar frá 1456, sem er nærri því samtíma frumrit-
inu. Bæði kringingin og afkringingin eru afar-algeng fyrir-
brigði í þessum mállýzkum, og er því erfitt að skera úr,
hvort i eða y sé hér upphaflegra. En mér þykir sennilegt,
að nafnið sé skylt sögninni svelg(j)a og nafnorðunum
svelg(u)r og sylg(u)r. Það myndi þá hafa haft myndina
1) J. E. Rietz: Svenskt dialekt-lexikon, Lund 1867; E. Hellquist:
Studier öfver de svenska sjönamnen, í De svenska landsmálen XX,
Stockh. 1903-06, undir Sillen; sami: Svensk etymologisk ordbok,
Lund 1922; Hj. Lindroth: Vára ortnamn och vad de lára oss, 2. útg.,
Uddevalla 1931, bls. 89.