Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 141
Skímir
Um Sylgisdali
139
*Sylghir, annaðhvort úr frumnorr. *SvelgiaR eða úr
*SulgiaR. Sömu skoðun heldur Lindén fram í áðurnefndri
ritgerð, bls. 27, og vill skýra nafnið sem „(stor)sváljaren,
sjön som mottar och rymmer mycket vatten“.
Hafi nú vatnið Siljan á miðöldunum verið kallað
*Sylghir, þá hafa Österdalarna heitið *SylghiscLalar. En
það er sama nafn, sem átthagar Jólgeirs bera í Göngu-
Hrólfs sögu, og mun einnig réttmætt að telja það upphaf-
legt nafn á fæðingarbyggð Gláms í Grettis sögu.
VI.
Síðast er skylt að hugleiða, hvort þær smávægilegu upp-
lýsingar, sem má finna í sögunum um Sylgisdali, geti átt
við Siljesdalarne.
I Göngu-Hrólfs sögu (6. kap.) má af sambandinu ráða
nokkuð um legu dalanna. Hrólfur er þá staddur í Gaut-
landi við Gautelfi, er „hann sér, hvar skip eitt flýtr við
land . . . Hrólfr frétti, hverr skipit ætti, eðr hverjum þeir
þjónuðu; þeir sögðu, at hann héti Jólgeirr, ok var ættaðr
ofan ór Sylgisdölum í Svíaríki.“
Eðlileg leið frá Siljan til Gautelfar liggur um presta-
kallið Malung í Vestri-Dölum til Klarálven í Vermalandi
og niður með henni í Væni, og svo yfir hann niður í Gaut-
elfi og með henni að þeim stað, þar sem Hrólfur fann
skip Jólgeirs. Það virðist hér eðlilegt orðaval að kalla
mann ættaðan ofan ór héraðinu umhverfis Siljan.
Jólgeiri er valið nafn, sem hefur ef til vill haft sænskan
blæ. Jólgeirr á Jólgeirsstöðum í Landnámu átti bróður,
sem Ráðormr hét, og er það nafn annars óþekkt í vestur-
norrænum löndum, eins og E. H. Lind tekur fram í Norsk-
islándska dopnamn frán medeltiden, og hann bendir um
leið á forn-austurnorræn nöfn á Iul-, fs. Iule, fd. Iulkil og
Iulfrid.
Af Grettis sögu má ekkert ráða um legu Sylg(i)sdala
umfram það, að þeir séu í Svíþjóð. Þórhallur á Þórhalls-
stöðum í Forsæludal leitar ráða hjá Skafta lögmanni út