Skírnir - 01.01.1948, Page 142
140
Holger Oberg
Skírnir
af hvarfi fjármanna. Skafti segir: „ . . . skal ek fá þér
sauðamann þann, er Glámr heitir, ættaðr ór Svíþjóð, ór
Sylg[i]sdölum, er út kom í fyrra sumar, mikill ok sterkr
ok ekki mjök við alþýðuskap." (32. kap.)
Um Glám sjálfan fáum við nokkra vitneskju. Útliti
hans er lýst, en varla svo, að af því megi draga nokkrar
ályktanir um kynflokk eða átthaga hans. En um hátterni
hans skal bent á eftirfarandi atriði: „Kirkja var á Þór-
hallsstöðum. Ekki vildi Glámr til hennar koma. Hann var
ósöngvinn ok trúlauss . . . Nú leið svá, þar til er kemr at-
fangadagr jóla. Þá stóð Glámr snemma upp ok kallaði til
matar síns. Húsfreyja svarar: „Ekki er þat háttr krist-
inna manna at matask þenna dag, því at á morgin er jóla-
dagr inn fyrsti,“ segir hon, „ok er því fyrst skylt at fasta
í dag.“ Hann svarar: „Marga hindrvitni hafið þér, þá er
ek sé til einskis koma. Veit ek eigi, at mönnum fari nú
betr at heldr en þá, er menn fóru ekki með slíkt. Þótti
mér þá betri siðr, er menn váru heiðnir kallaðir, ok vil
ek hafa mat minn, en engar refjur.“ “
Þó að þessi persóna hefði aldrei verið til, mundi lýsing-
in þó ekki eiga að öllu leyti illa við mann úr Sylgisdölum.
Svíþjóð sjálf — í þrengri merkingu — var seinni að snú-
ast til kristni en hinir syðri landshlutar Svíaríkis, og á
þetta ekki sízt við um hina afskekktu byggð umhverfis
Siljan og þar fyrir ofan, sem á vorum dögum hefur verið
fastheldnari á gamlar venjur en flest önnur héruð. Hér
hafa hinir gömlu sveitabúningar (sums staðar bæði karla
og kvenna) haldizt lengur en annars staðar í Svíþjóð, og
sama máli gegnir um siðinn að þúa ókunnuga. Alþýðleg
þekking á rúnum hefur jafnvel haldizt fram á þessa öld
í Álvdalen.
Heiðni virðist hafa haldizt lengi á þessum slóðum, og
er til sannindamerkis um það frásögn Sverris sögu (8.
kap.)1) af ferð Sverris til Járnberalands 1177, en þar seg-
ir, að það land var þá enn heiðið, en Járnberaland er ein-
1) Flat. (Reykjavík 1945) III 153.