Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 145
Skírnir
Eddu-smælki
14S
Aftur á móti kemur orðið ekki fyrir í Grágás. Þar er
aldrei um annað rætt en ‘legorð’, og aðili þess virðist ávallt
vera maðurinn, aldrei konan. Ekki einu sinni í Kristni-
rétti hinum foma virðist rætt um hórdóm, og hef ég ekki
séð hann nefndan í íslenzkum lögum fyrr en í Jónsbók.
Hér er allt á annan veg í norskum lögum. Þar koma
fyrir orðin ‘hór’, ‘hóra’, ‘hóran’, ‘hórborinn’, ‘hórdómr’r
‘hórkarl’, ‘hórkona’, ‘hórkonusunr’, að því er virðist bæði
í eldri og yngri lögum, þar á meðal í Gtdaþingslögum,
Frostaþingslögum og Bjarkeyjarrétti. Þetta er samkvæmt
orðasafni Hertzbergs í Norges gamle Love, og verð ég að
vísa þangað um nánari upplýsingar.
Hvernig stendur á þessum mismun á íslenzkum og norsk-
um lögum? Vill Ólafur Lárusson segja álit sitt á því? Voru
norsk lög meira undir kristnum áhrifum frá Englandi?
Hvað sem um það er, þá er auðséð, að Völuspá er hér
„á sama máli“ og norsk lög. En er hún þá ekki norsk?
Þetta eina atriði getur auðvitað ekki úr því skorið, og það
því síður, sem vitað er, að íslenzkir prestar notuðu orðið
frá upphafi eins og Hómilíubókin sýnir.
Helmut de Boor (í Deutsche Islandforschung 1980)
þóttist finna orðalíkingar með Völuspá og kvæðum hirð-
skálda Hákonar jarls, aðalmótstöðumanns Ólafs Tryggva-
sonar og kristninnar í Noregi. Mörg eða flest þessi skáld
voru íslenzk, en þau söfnuðust undir merki heiðninnar í
Noregi — og þá sjálfsagt líka heima á íslandi.
Hins vegar hefur H. Kuhn alveg nýlega bent á það,1)
að ‘hvera lundi’ í Völuspá, sem hefur verið ein af aðal-
styttum íslenzku skoðunarinnar, hafi tæplega getað haft
hina nýrri íslenzku merkingu í fornmálinu, því £ ð íslenzk
örnefni mæli eindregið gegn því. ‘Reykjar-vík’ og ‘Laugar-
nes’ sýna, hvaða orð fornmenn notuðu í örnefnum af þessu
tæi, ‘Hveravellir’, ‘Hveragerði’ og önnur slík eru ekki að-
eins fá, heldur líka ung í málinu.
Hitt er það, að ef ‘hvera lundr’ er ekki örnefni, þá skipt-
1) Namn och Bygd 1945, 33: 171-195.