Skírnir - 01.01.1948, Page 147
Skírnir
Eddu-smælki
145
bar byrlari konungi vín og hnaut við öðrum fæti, en rétti
sig við með hinum. „Þar veitti nú bróðir bróður,“ sagði
byrlarinn. En þetta svar ýfði svo harma konungs, að hann
lét taka byrlarann og drepa hann.
Síðar veitti ég því eftirtekt, að Edward A. Freeman
hafði fundið þetta sama minni í sögninni um dauða Guð-
ina jarls, föður þeirra Haralds og Tosta, eins og Roger af
Wendover segir hana í riti sínu Flores Historiarum við
árið 1053. Freeman hafði ekki tekið eftir því, að minnið
kom fyrir í Hamðismálum.
En Samuel Singer (í Sprichwörter des Mittelalters I,
Bern 1944, bls. 20-22) hafði eigi aðeins tekið eftir minn-
inu í sögn Williams um Aðalstein, heldur einnig í Hamðis-
málum, og taldi hann, eins og ég, að minnið hlyti að vera
komið þaðan með víkingum eða Dönum til Englands. Auk
þess fann hann minnið í anglónormannskri sögn, sem er
afbrigði af sögninni af dauða Guðina, og enn fann hann
minnið í málsháttum á frönsku, ensku og ítölsku.
En sögnin um dauða Guðina hefur verið mjög vinsæl
meðal enskra og einkum normannskra sagnaritara á 12.
og 13. öld. Hinn frægi samtíðarmaður Snorra, Matthew
Paris, tekur hana óbreytta eftir Roger af Wendover, en
auk þess hef ég fundið hana hjá tveim öðrum latneskum
höfundum, einum frönskum og einum enskum rímkroníku-
höfundi, og eru þó ekki þeir höfundar taldir, sem sleppt
hafa minninu „fótr-fæti“ úr sögninni.
Um allt þetta má nánar lesa í smágrein, sem ég hef
skrifað fyrir Scandinavian Studies.
10