Skírnir - 01.01.1948, Side 148
Einar Ól. Sveinsson
Lítil atliugasemd
i.
í smágrein hér að framan fjallar Stefán Einarsson um
44. vísu Völuspár (að tölu Bugga 45. v.), þar sem lýst er
feinum spillta heimi, sem ragnarök gera enda á. Stefán
telur, að orðið hórdómr, sem þar kemur fyrir, muni vera
kristilegt orð. Hann getur þess, að það sé algengt í norsku,
bæði kirkjumáli og lagamáli; það sé að vísu til í íslenzku
kirkjumáli, en í lögum sé jafnan notað orðið legorð. Hér
þykir honum einkennilegt, að Völuspá sé „á sama máli“
og norsk lög, þykir honum þetta tengja kvæðið við Noreg.
„En er hún þá ekki norsk?“ spyr hann.
Þó játar hann, að Hómilíubókin (og Lucidarius, mætti
bæta við) sýni, að orðið hafi verið til í íslenzku, og íslenzk-
ir prestar hafi notað það frá upphafi. Sannast að segja
eru nú þessar sönnur á tilvist orðsins í íslenzku alveg full-
nægjandi, og það segir þá ekki neitt til um það, hvort Völu-
spá er íslenzk eða ekki. Mundi ég því ekki gera þetta lítt
virðulega orð að frekara umræðuefni, ef það hefði ekki
vakið hjá mér spurningu, sem mér finnst nógu gaman að
hyggja að. En hún er þessi:
Hvernig var íslenzkt kirkjumál um aldamótin 1000?
Með orðinu kirkjumál á ég vitanlega við það orðfæri, sem
haft var um allt varðandi kristni og kristilegar hugmynd-
ir. Frá því á dögum ísleifs og Gizurar er kirkjumálið óslit-
ið, það fær þá festu, varðveitist síðan og breytist, en án
þess að um nokkur snögg umskipti væri að ræða lengi vel.
En hvernig var það, áður en ísleifur settist á sinn biskups-
stól? Svarið er augljóst. Það var það mál, sem sá og sá
trúboði talaði á þeim og þeim stað og tíma.