Skírnir - 01.01.1948, Side 149
Skírnir
Lítil athugasemd
147
Það er augljóst, að alveg var undir hælinn lagt, hvort
þeir notuðu allir sömu orð í prédikun sinni og útlistun
kristilegrar trúar og siðgæðis. Það er meira að segja ólík-
legt, að þeir hafi allir gert það. Ekki þarf annað en athuga
skrá Ara yfir trúboðsbiskupana hér: hvernig mátti vera
fullt samræmi í orðafari þeirra?
Islenzkt kirkjumál síðustu áratugina fyrir 1000 var mál
Þorvalds víðförla, Stefnis og Þangbrands. Eftir ástæðum
mætti helzt ætla, að orðfæri þeirra hafi dregið dám af ein-
hverjum blendingi norðurþýzks og ensks kirkjumáls, en
engin ástæða er til að ætla, að það hafi í öllum greinum
verið eins. 1 prédikun sinni eru þeir, einn þeirra eða fleiri,
vísir til að hafa viðhaft orðið hórdómr, slíkt var mál, sem
klerkar á þeim tíma létu til sín taka. En hvað er annars
vitað um uppruna þess orðs?
Samkvæmt frásögn Tacitusar lögðu Germanar mikið
upp úr hjónabandinu (severa illic matrimonia).
Þeir hafa því að sjálfsögðu haft orð til að tákna brot á
móti þeim siðaskoðunum. Ekki er annað sýnna en þeir
hafi haft um það orðið hór og skyld orð, og má geta þess
um leið, að aldur þess í norrænu er allt eins vel vitnum
studdur og sumum öðrum germönskum málum. En hvað
um orðið hórdómr? Það er til í fornsænsku og forndönsku,
og raunar ekki til um það mjög gamlar heimildir. Það
virðist ekki koma fyrir í fornensku; fyrsta dæmið, sem
Oxford-orðabókin nefnir, er frá því um 1175, og síðan er
það alþekkt í ensku. Það er til í fornfrísnesku og miðlág-
þýzku. Líkast er nú til, þegar öllu er á botninn hvolft, að
Völuspá sé elzta heimildin, sem til er um það! Mönnum
þykir orðið unglegt, þar sem -dómr er hér ekki í sinni upp-
runalegu merkingu, heldur merkingarlítil afleiðsluending,
og hefur verið á það minnzt, að þar virtist að ræða um
fornensk áhrif. Þetta má vera. Þó má minna á, að earldóm
á fornensku hefur verið talið mundu komið úr norrænu
merkingar vegna.1) Mundi ekki mega segja, að orðið hór-
1) Ch. T. Carr: Nominal compounds in Germanic, London 1939,
bls. 28.
10*