Skírnir - 01.01.1948, Síða 150
148
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
dómr væri víkingaaldar og víkinga orð ? Ef til vill orðið til
þar sem kristniboðið snertir heim víkinganna.
Og nú minnumst við ferils hinna fyrstu kristniboða á
íslandi. Þorvaldur víðförli var, segir í þætti hans, með
Sveini Danakonungi tjúguskegg, herjaði með honum m. a.
fyrir vestan haf, hann var skírður af Friðreki, saxlenzk-
um biskupi, sem hann fékk til að fara með sér til íslands
og boða trú; túlkaði Þorvaldur fyrir honum, því að bisk-
up „undirstóð eigi norrænu". — Stefnir Þorgilsson var
með Ólafi Tryggvasyni, væntanlega í víkingu fyrir sunn-
an og vestan haf, hann hefur sjálfsagt komið með Ólafi
konungi í Noreg, eins og í Kristnisögu segir, og verið þá
kristinn, ef það er rétt, að Ólafur hafi sent hann hið fyrsta
vor konungdóms síns út til íslands að boða þar trú. —
Uppruni Þangbrands er sjálfsagt mjög óviss. Kristnisaga
kallar hann son Vilbalds greifa af Brimum, Theodoricus
munkur hinn norski kallar hann flæmskan, en hann hefur
eflaust verið með ólafi konungi Tryggvasyni bæði heiðn-
um og kristnum, farið með honum um ýmis lönd á hern-
aðarárum hans, og ekki dugað ver í bardaga en til að
syngja messu, og hvorttveggja gerir hann svo, þegar til
Islands kemur. Þannig hafa þá allir þessir menn sveimað
um það svæði, þar sem margnefnt orð finnst síðar. Þeir
eru víkingar og trúboðar.
Enn einu má bæta hér við. I Kristnisögu er varðveitt
vísa, sem Þorvaldur víðförli kvað, þegar hann var stadd-
ur í Hvammi í Dölum og boðaði trú. Enginn vildi hlýða á
hann, sonur goðans hló að honum, en kona goðans gall af
heiðnum stalli móti honum. Hann segir í þessari vísu:
Fórk með dóm enn dýra. Hinn dýri dómur er kristindóm-
urinn, sem hann boðaði. Tindur Hallkelsson talar um heið-
inn dóm á dögum Hákonar jarls, Hallfreður á ríkisstjórn-
arárum Ólafs Tryggvasonar. Auðsjáanlega hefur þá ver-
ið algengt að nota orðið dómr á nýjan hátt, þannig að það
er svipt sinni gömlu merkingu og stundum lítið nema af-
leiðsluending. í þessu umhverfi vekja orðin hórdómr og
megindómar í Völuspá enga undrun.