Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 152
150
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
dýrlingum, að þeir væru ákaflega andheitir, hvort heldur
þeir blessuðu eða bölvuðu, og voru þeir ósparir á hvort-
tveggja. Beannacht, blessunin, var af alþýðu miklu frekar
skoðuð sem kynngi gædd athöfn en sem bæn, og dýrling-
urinn var, meðan hann blessaði, í hugum alþýðu eins kon-
ar kristinn drúídi. Nú kemst orðið og hugsunin með kristn-
um mönnum til íslands á landnámsöld, og með nokkrum
kristnum blæ helzt það, meðan þeir lifa. En þegar heiðnin
færist í aukana, svo að hin litla kristni, sem hér var á
landnámsöld, nærri hverfur, verður þessi bjannak í hug-
um heiðinna manna einfaldlega töfrafull athöfn, og kristn-
ir menn síðar á tímum, eins og Snorri, finna ekki, að hún
hafi verið neitt sérstaklega kristileg.
Annað atriði, skylt þessu, langar mig til að nefna, en
það er bæn Glúms Þorkelssonar. Landnáma rekur ætt frá
Svartkeli á Eyri, katneskum manni; sonarsonur hans var
Glúmur, er tók gamall kristni og baðst svo fyrir að krossi:
„Gott ey gömlum mönnum,
gott ey œrum (unguin) mönnum.“
Um þessa bæn hefur Jón Helgason ritað grein í afmælis-
rit Finns Jónssonar.1) Hann rekur það, sem um Glúm
verður vitað, ber saman texta bænarinnar í handritum
o. s. frv. Hann sýnir, að œrum muni upphaflegur leshátt-
ur, en œri var miðstig af ungr. Um ey er það að segja, að
svo er ritað í Sturlubók, en æ í Hauksbók. Nú má vera, að
þetta sé atviksorðið, sem í fornöld er ýmist ey, ei eða æ,
alltaf. Er það í alla staði álitlegt, og mér finnst bænin að
öllu samanlögðu fegurst með því móti. Öllu líklegra er þó,
að orðið gott standi hér ekki sjálfstætt, heldur sé einkunn
við nafnorð. Sú er tilgáta Jóns Helgasonar, og telur hann
líklegt, að hér sé að ræða um unga og hljóðrétta mynd
orðsins auja, sem algengt er í fornum rúnaristum og virð-
ist þýða heill, hamingja e. þ. h.
I grein í Skírni 1945 (bls. 203) minntist ég á þessa bæn
1) Festskrift til Finnur Jónsson, 1928, bls. 377 o. áfr.