Skírnir - 01.01.1948, Side 154
Magnús Jónsson
Þar reis at tmdir króki
Sögumenn vorir hafa löngum verið geymnir á meinleg
og hnyttin tilsvör. Eru tvenn slík ummæli greind í Þorgils
sögu og Hafliða frá því er Hafliði kvað upp sína nafntog-
uðu gerð á alþingi 1121. Annað þessara tilsvara hefur
orðið að talshætti, sem enn er bráðlifandi á vörum manna,
en það er snillyrði Skafta prests Þórarinssonar: „Dýrr
myndi Hafliði allr, ef svá skyldi hverr limr.“ Hitt svarið,
er Böðvar Ásbjarnarson vék að Hafliða, hefur aftur á
móti þvælzt fyrir ritskýrendum, en það eru orðin, sem hér
eru höfð að fyrirsögn: „Þar reis at undir króki.“
Kristján Eldjárn magister, sem ritað hefur hinar fróð-
legu skýringar í Sturlunguútgáfunni nýju (Rvík 1946),
segir um þetta svar Böðvars: „Þar reis at undir króki er
orðatiltæki, sem erfitt er að skilja, af hverju er dregið.
En það, sem Böðvar á við, er annaðhvort: „Þetta var
ósvífin krafa“ eða „Þarna varð handagangur 1 öskjunni“
eða því um líkt.“
Ég hef hugað að þeim orðum, er til greina gætu komið,
svo sem „at“, „krókr“, „rísa“, í orðabókum, en ekki fund-
ið neitt, er til þess benti, að höfundar þeirra hafi átt í fór-
um sínum neina skýringu á þessum orðum Böðvars, enda
trúi ég hinum lærða skýranda til þess að hafa ekki gengið
fram hjá skýringu, ef hún væri til.
Ummæli Kristjáns Eldjárns benda til þess, að hann telji
orðið „at“ vera nafnorð, sbr. hesta-at, at-geir, sbr. og
sögnina að etja. „Undir króki“ verður þá að vísu lítt skilj-
anlegt eða að minnsta kosti lítt skýranlegt, en gæti átt
sinn sögulega uppruna í ákveðnu atviki, eins og ekki mun