Skírnir - 01.01.1948, Síða 155
Skírnir
Þar reis at undir króki
153
ótítt um talshætti, en hér virðist tvímælalaust um talshátt
að ræða.
En á þessu er engin þörf, því að talshátturinn er ljós
og auðskilinn, ef maður hefur á annað borð dottið ofan
á merkinguna. Og einmitt þetta kom fyrir í samtali milli
mín og Þorsteins sýslumanns Þorsteinssonar, er við rædd-
um sem oftar um ýmislegt í Sturlungu. Segi ég frá þessu
sakir þess, að ég veit ekki, hvor okkar á meira í því frægð-
arverki að þýða þetta goðsvar Böðvars Ásbjarnarsonar,
en það kom einhvern veginn út úr samtalinu.
„At“ er hér forsetning og „krókr“ er öngull.
„Þar reis at undir króki“ þýðir því: Þar reis fiskur að
öngli.
Líking og merking eru því þær sömu og í hinum kunna
talshætti: „Þar hljóp á snærið " Þar er einnig líking af
fiski, sem rennur á agn. Og merkingin er í báðum orðun-
um sú sama: Þarna kom óvænt happ — og er þá einkum
átt við óvæntan gróða.
Ekki veit ég, hvort sjómenn nota þetta orðalag, að fisk-
ur „rísi að“ öngli, en laxveiðimenn nota þetta iðulega, að
lax rísi að eða við agni, einkum flugu, eða þá að þeir segj-
ast „reisa“ laxinn, þegar hann rennur að agninu.
Líkingin er mjög Ijós. Fiskurinn liggur á botni eða und-
ir önglinum og rís að honum. Er sennilegt, að talsháttur-
inn eigi einkum við um þann dráttinn, sem mest þótti í
varið, happdráttinn sjálfan, flyðruna, sem liggur við botn-
inn og hleypur svo allt 1 einu á öngul þess heppna. „Þar
reis at undir króki“ hafa menn þá sagt eða „þar hljóp á
8nærið“. Og svo hefur þetta færzt yfir á hvers konar
óvænt happ.
Ef svo er athugað efnissamband tilsvars Böðvars Ás-
bjarnarsonar, kemur þessi merking svo vel heim sem mest
má verða og gerir betur en nokkur önnur merking grein
fyrir andsvari Hafliða. Þó að Böðvar hefði gefið í skyn,
að róstur mundu hljótast af gerðinni eða að hér væri frekt
í farið, hefði Hafliði getað látið sig það minna skipta,