Skírnir - 01.01.1948, Page 157
Einar Ól. Sveinsson
Ferðaþættir frá írlandi
Hótel og sölubúðir eru um allar jarðir. Gæði þeirra og
hýbýlaprýði geta verið mismunandi, en að öðru leyti er
hvað öðru ósköp líkt. Menn, sem gæddir eru frásagnarlist
og kímni, geta sagt skemmtilegustu ferðasögur af slíku.
En þegar ég tek til að segja nokkra þætti af ferð til ír-
lands síðastliðið sumar, vel ég heldur hinn kostinn, að
segja frekar frá því, sem mér þótti einkennilegast í för-
inni og sízt verður á vegi ferðalangs á öðrum slóðum —
og því, sem um leið veitti mér helzt einhverja hugmynd
um hina þjóðlegu, fornu menningu íra. Ég ætla því að
segja lítið eitt frá því, sem fyrir augun bar þrjá daga í
einu afskekktu héraði á Norðvestur-írlandi.
I.
í KÓLUMKILLADAL
Staðurinn, þar sem við erum stödd, heitir Carrick og er
í héraðinu Donegal úti á skaga norðan Donegal-flóans.
Carrick er lítið þorp, í dalverpi nokkuð frá sjó; umhverfis
eru fjöll og hálsar á þrjá vegu; að sunnan liggur dalurinn
niður að smáfirði eða vík, sem heitir Teelin-fjörður. Car-
rick stendur við dálitla á, og yfir ána er brú, og sjálfsagt
á þorpið rætur að rekja til brúarinnar hér eins og svo víða
ella. Áin kemur austan að, eftir þverdal, dæmislíkum Reyk-
holtsdal, og svo fellur hún í hávöðum framhjá þorpinu og
beygir niður til Teelin-f jarðar. En þorpið er það hátt uppi,
að manni finnst það inni í landi.