Skírnir - 01.01.1948, Page 158
156
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Þorpið er ein gata, eða eru þær tvær?, þar eru nokkur
hús, ein kirkja, skóli, tvær-þrjár smáverzlanir, einir tveir
barar og hótelið okkar. Fólkið er fátt, það lítur á þessa út-
lendinga með undrun, en er hjálpsamt og vingjarnlegt.
Miklu er það hér dekkra en í Dyflinni, þar sem mikið er
af fólki líku Islendingum, en hér á vesturströndinni virð-
ist Miðjarðarhafskynið ríkjandi, heldur lágvaxið fólk,
langleitt og grannleitt, dökkhært og dökkeygt, kviklegt
og fjörlegt, mannblendið og alltaf tilbúið að spjalla við
komumann og ekki vel ánægt með fáskiptna og einræna
menn. Og þannig eru allir írar. Þeir eru málrófsmenn
miklir, og var ræðuhald þeirra t. d. nafntogað í enska
þinginu, meðan þeir áttu þar sæti, og þótti sem þeir væru
jafnan búnir til ræðuhalda. Kímnir eru írar og fullir af
gamansögum. Konur hér á vesturströndinni ganga með
dökk sjöl, sem eru brotin í horn, svo að þau eru miklu síð-
ari en tíðkast heima. Líklega er ekki mikil atvinna hér í
þessu dalþorpi, og fátæklegt er fólkið. Allir skilja ensku,
en írsku talar það sín á milli.
Við vorum fjögur saman, ferðalangarnir. Prófessor
Delargy, sem hér var á íslandi um árið og er mörgum að
góðu kunnur, hinn mesti öðlingur og ágætismaður, var
fararstjóri og ökumaður. Þá vorum við þrír íslendingar,
við hjónin og Hermann Pálsson, kandídat í íslenzku, sem
nú er að læra írsku og hafði verið nokkra mánuði í Kerry
á Suður-írlandi; hann var slarkfær í írsku þá þegar, en
hafði numið aðra mállýzku en töluð er hér í Donegal. Við
snerum nafni hans á írsku og kölluðum hann Macphóil.
Daginn í gær höfðum við farið mjög langa leið, þvert
yfir írland frá Dyflinni til Carrick. Það var fagur júní-
dagur, 7. júní, ef nokkur hirðir um að vita það, milt og
sólbjart veður. Landið er svo einkennilega grænt, iðgrænir
vellir, limgirðingar, tré; ég hélt lengi vel, að ekkert jafn-
aðist á við vorgrænkuna á íslandi, en hér er enn grænna.
Við höfðum í fyrstu farið upp með ánni Liffey, sem renn-
ur gegnum Dyflinni, nafnið er frá gömlum tímum, svo að
enginn kann að segja, hvað það þýðir; við fórum upp eftir