Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 159
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
157
halllendi, og voru hávaðar í ánni, og nafn þeirra skildi
ég, það var norrænt: Leixlip voru þeir nefndir, og það
er sama sem Laxhlaup. Eftir litla stund vorum við kom-
in upp á Meath-sléttuna, sem teygði sig í allar áttir.
Landið var alveg mishæðalaust, en það var allt sundur-
skorið af limgirðingum, sem skipti því í allteinar grænar
smáskákir; sumstaðar voru akrar, á öðrum stöðum gat að
líta haga með kúm, flestum rauðum, og hestum. Menn,
sem þarna búa, hafa mikla atvinnu af því að selja kjöt
eða aðrar landbúnaðarafurðir til Englands. Á stöku stað
sást sauðfé, og var það frábrugðið okkar fé að því, að það
hafði heldur rófur en dindla. En miklu meiri er þó kvik-
fjárræktin í hinum fjöllóttu vesturhéruðum landsins, sem
við stefndum nú til. Við fórum gegnum nokkrar smáborgir
og þorp; flest húsin lágu í samfelldum röðum sitt hvoru
megin við veginn. Við og við voru hér vötn; þarna var
Lough Owel, þar sem frar drekktu Þorgesti eða Þorgísli
víkingaforingja 845. „Svona fórum við með Norðmenn-
ina“, sagði Delargy. Við förum aftur og aftur yfir Shann-
on, það er lygn og bugðótt á, sem rennur eftir þessari
sléttu og veit ekki hvert hún á helzt að fara.
Nú erum við komin inn í Kunnáttir, sem er einn af
innmtungum frlands; Úlaztír, Leinster, Munster og Mide
(Meath) eru hinir. Hér er í fyrstu öldótt með mýrlendum
lægðum á milli. Nú fer að sjá til fjalla framundan, einkan-
lega í útnorðri, og grænkan og blámi fjallanna renna svo
einkennilega saman. Við og við eru auðar húsatóftir með-
fram veginum; gaflar og veggir standa uppi, en þakið er
farið, og dyr og gluggar eru eins og holar augnatóftir:
þetta eru hús eftir fólk, sem farið hefur til Ameríku. Frá
ófrelsisárum írlands er enn mikil fátækt meðal alþýðu,
einkum í vesturhluta landsins, og vesturferðatímabil
þeirra er enn ekki á enda.
Nú fara fjöllin að nálgast, og við förum milli tveggja
þeirra, og við okkur blasir hafið. Ég er frá barnæsku svo
vanur að sjá sjó, að mér léttir ævinlega, þegar ég kem
innan af landi og sé til sjávar. Ég skil vel Giikkina, sem