Skírnir - 01.01.1948, Síða 160
158
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
gengið höfðu dag eftir dag yfir Armeníuhálendi, og einn
góðan veðurdag blasti hafið við þeim, og þeir gátu varla
ráðið sér og hrópuðu: Þalassa, þalassa: haf, haf!
Við höldum nú til landnorðurs, með sjóinn á vinstri
hönd, en fjöll og dali á þá hægri. 1 dölunum renna ár inn-
an af landi, og við ósa þeirra eru þorp og borgir, og sum-
staðar eru hér verksmiðjur, ekki sízt í ullariðnaði. Land
er hér hrjóstrugra en á Austur-Irlandi; eins og fyrr er
það allt sundurskipt í smáskákir með girðingum, en nú
fer að bera meira og meira á því, að girðingarnar séu úr
grjóti. íragerði datt mér í hug, líklega hafa Irarnir, sem
komu til íslands, gert sér allt ein smágerði. Ekki veit ég,
hvað ræður nú skiptingu landsins, hvort heldur það eru
búnaðarhættir eða forn venja, ef til vill hvorttveggja. Trú-
að gæti ég því, að sá, sem vissi nógu mikið um girðingarn-
ar, gæti líka sagt hagsögu þessarar þjóðar.
Við förum nú inn með Donegal-flóa, hinum megin blasir
við norðurströndin, teygir sig til vesturs, með fjöllum og
hæðum og hlíðum, heillandi land, sem dregur okkur til sín.
Yzt á skaganum gnæfa björg f jallsins Sliabh Liacc, Hamra-
fells, og horfa til hafs.
Við erum komin inn í Úlaztír (Ulster). Mestur hluti
þess fimmtungs, „héröðin sex“, sem svo eru nefnd, eru
utan írska fríríkisins, en meðfram vesturströndinni teygir
sig fjöllótt landræma norður til nyrztu odda Irlands, það
er Donegal-hérað. Það er grýtt og hrjóstrugt víða hvar,
en nafntogað fyrir fegurð sína. Nafnið dregur það af bæn-
um Donegal, Dún nan-Gall: virki útlendinganna, og hafa
einhvern tíma setið þar Norðmenn. Rétt utan við bæinn á
tanga niður við ströndina eru rústir af gömlu Franscis-
kanaklaustri; partar af veggjum og bogum standa hér og
þar, og grasið grær, grænt og friðsamlegt eins og gleymsk-
an, þar sem áður var gólf klaustúrsins. I þessu klaustri
sátu á öndverðri 17. öld mestu fræðimenn írlands, meist-
ararnir fjórir, en þá var ekki dælt að vera kaþólskur
munkur í Úlaztír, því að enskir mótmælendur lögðu allt
kapp á að vinna landið og snúa kaþólskum mönnum til