Skírnir - 01.01.1948, Side 161
Skírnir
Ferðaþættir frá frlandi
159
sinnar trúar; eftir frásögnum að dæma boðuðu þeir trú
líkt og Ólafur konungur Tryggvason. Frá þeim öldum eru
víðs vegar um írland rústir gamalla menntasetra — ef
þessi menntasetur voru þá ekki eydd fyrr, af norrænum
víkingum. Meistararnir fjórir sátu við fræðaiðkanir sín-
ar og þó ekki óhultir um líf sitt; þeir hugðu þjóð sína
dauða og vildu reisa henni minnisvarða. En þetta fór á
aðra leið, þjóð þeirra átti sér enn uppreisnar von. En verk
þeirra er enn í miklum heiðri haft og þeir sjálfir mikils
metnir. Nú er þeim jafnvel vígð ný falleg kirkja í Done-
gal-bæ.
En við áttum þarna aðeins stutta dvöl, og við héldum
áfram ferðinni, nú út með firðinum að norðan, og degi
var farið að halla, þegar við komum til dalþorpsins, Car-
rick, og allir, ekki sízt ökumaðurinn, voru ferðlúnir og
sváfu brátt svefni hinna réttlátu.
En þegar við vöknum um morguninn, er komið deyfu-
veður. Þoka er á öllum fjöllum. Ég hafði ætlað mér að
skoða Sliabh Liacc, en það virtist ekki ætla að blása byr-
lega. Austurhlíð fjallsins, bak þess, sást frá Carrick, og
hafði ég séð það um kvöldið, en nú var allt hulið í þoku og
gráviðri. Það var hráslagalegt — en mér var það veður-
lag ekki alveg ókunnugt áður, svo að ekki var ástæða til
að kippa sér upp við þetta. En mér þótti þó fyrir, ef ég
fengi ekki að sjá Sliabh Liacc í tign sinni.
Til þess að hafast þó nokkuð að fórum við inn eftir
Reykholtsdalnum okkar. Margt af þessu, sem við sáum,
gat svo sem verið heima. Landið er frekar hrjóstrugt, þó
eru tré hér og þar meðfram veginum. Við komum að barna-
skóla einum og komum að máli við kennarann, sem hét
Cunningham, þeir eru aldavinir, hann og Delargy. Cunn-
ingham er rúmlega sextugur, meðalmaður á hæð og held-
ur grannlegur, kinnfiskasoginn nokkuð, hárið mikið farið
að grána, andlitið góðmannlegt og greindarlegt, augun
grá, athugul. Hann minnti mig á suma íslenzka fróðleiks-
menn. Eldur brann á arni í skólanum, en ekki veitti af,
svo var kalt og hráslagalegt. Börnin voru lítil og dökk og