Skírnir - 01.01.1948, Page 162
160
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
kvikleg; þau voru flest berfætt og krepptu að sér fæturna
og var ógn kalt, því að arinninn var engin hitaveita. Þeim
var sagt, hvaðan við værum, og þau horfðu á okkur stór-
um, undrandi augum, og þetta var einkennilega átakan-
legt: það var eins og okkur opnaðist rifa inn í ókunna
heima fortíðar og framtíðar, en ekki meira en rifa, sem
vakti ímyndunaraflið án þess að svala því: hvaða arf
höfðu þau tekið og hvaða forlög biðu þeirra? Börn eru
eins og morgunn dags, sem fullur er eftirvæntingar og
óvissu, hvað ber hann í skauti sínu?
Við héldum nú aftur til Carrick og snæddum hádegis-
verð; Delargy fór að reyna að veiða silung í ánni, hann
hélt, að deyfan væri góð til þess, en við þrjú fengum okk-
ur bílstjóra á hótelinu og fórum norður yfir hálsana til
Kólumkilladals.
Veðrið var að skána, þokunni var farið að létta, við sá-
um miðja vega upp í dökkt lyngbakið á Sliabh Liacc. Það
var á vinstri hönd, og einnig það var langt upp eftir með
leifum óteljandi gerða. Landið, sem við fórum um, minnti
á íslenzkt heiðaland, þar skiptust á hrjóstrur og mýrar,
og víða hafði verið tekinn mór; það er eins og þeir flái
landið, það er stutt niður að mónum, og þeir taka í einu
heilar spildur. Við erum nú komin upp á hálsinn, og við
okkur blasir dalur með klettum út við hafið. Þetta heitir
Malinmore, og framundan er lítil vík, sem heitir Malin-
vík. Það er rétt í norður af Sliabh Liacc. Við héldum nið-
ur eftir dalnum, þar var nokkur byggð, þarna var á falleg-
um stað spánýtt hótel, og þarna voru töluvert miklar leif-
ar af steinaldarbyggð. Við horfðum niður eftir dalnum, út
á hafið, þetta var stefnan til Islands.
Leiðin liggur nú upp á hálsinn til hægri, austan megin
í dalnum. Hann er ekki svo lágur, og út við hafið eru hamr-
ar. Nú blasir við framundan, hinumegin (austan) háls-
ins Glencolumcille, Kólumkilladalur. Hann er frekar þröng-
ur, nokkurn veginn sléttur í botninn, með háum hlíðum
sitt hvoru megin, einkum að austan, og út við sjóinn eru
hamrar. Hér er eyðilegt og harla ólíkt hinu gróðursæla og