Skírnir - 01.01.1948, Side 166
162
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
berfættir, og oftast fara menn þrjá hringi réttsælis um
hverja hellu eða áfangastað. Bænir lesa menn bæði á leið-
inni og á áfangastað, eftir ákveðnum reglum. Ýmislegt
sérstakt er aðgæzluvert um suma staðina, og skal ég nefna
dæmi þess. Einn áfanginn er Kólumkillalind, og er hún
uppi á hæð, og skyldu menn taka þrjá steina og bera þá
upp á hæðina, ganga síðan þrisvar sólarsinnis um lindina
og kasta í hvert sinn steini í grjóthrúgu, sem þar er hjá.
Vatnið í lindinni þykir hafa mikinn lækningarkraft. — Á
öðrum stað er hella með gati í, og skyldi ganga þrisvar
kring um hana, segja síðan þrisvar: „Ég afneita djöflin-
um, heiminum og holdinu“, og líta síðan gegnum gatið á
hellunni. Mátti þá vera, að menn sæju himininn í sýn.
Margt fleira væri að segja af helgigöngum þessum. Sagt
var mér, að oft kæmi hingað á Kólumbamessu allmargt
fólk, vitanlega allt kaþólskir menn, og vænta þeir sér bæði
andlegrar og líkamlegrar velferðar af þessum trúariðk-
unum.
Ég hygg, að segja megi, að frar séu mjög trúræknir
menn, og meira þótti mér kveða að því en um nokkra aðra
þjóð, sem ég hef kynnzt. Kristnin virðist hafa fest þar
mjög djúpar rætur, og það snemma. Víða virðist þá kristn-
in hafa komizt í tæri við fornan átrúnað þjóðarinnar og
siðu, og var það allt kristnað svo sem verða mátti. Því er
það, að víða grunar gestsaugað forneskjuna bak við siðu
nútímans, og þó er allt svo einkennilega kristið. Þetta gef-
ur írskri kristni nokkuð sérstakan blæ enn í dag. — Til
marks um það, hve dýrlingatrú er rík meðal alþýðu á fr-
landi, er það, að flestar þjóðsögur, sem mér voru sagðar,
fjölluðu eitthvað um dýrlinga. — Pílagrímsferðir eru enn
algengar á írlandi, og er þá oft gengið á fjöll upp, t. d.
Croaghpatrick í Kunnáttum, og eru menn við bænir og
andlegar hugleiðingar uppi á fjallinu á nóttinni.
Engum sem kemur í Kólumkilladal eða heyrir um hann,
getur dulizt, að þessar trúariðkanir, sem bundnar eru við
krosshellurnar, benda á frumstætt og fornlegt trúarstig,
með sérkennilega einlægum og nærri barnslegum blæ. Trú-