Skírnir - 01.01.1948, Side 167
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
163
arathöfnin og hugarfarið er hér með nokkuru móti ósund-
urgreint, ein heild. Flúrið á hellunum bendir aftur til löngu
liðinna alda. Mundu ekki þessar trúariðkanir líka vera
gamlar, og mundu þær ekki veita mynd af trúrækni hinna
fyrstu kristnu alda írlands, trúrækni papanna, sem voru
fyrstu byggjendur íslands, og samtíðar þeirra?
Mér virðist svo undurauðvelt að finna tengsi með þess-
um trúariðkunum í Kólumkilladal og sumu, sem írskir
dýrlingar ortu eða skrifuðu á líkum tíma og þegar flúrið
var höggvið í þessar hellur.
Mér kemur í huga brynjubæn sú, sem kennd er við Pat-
rek helga, postula írlands, og fylgir henni sú sögn, að heið-
inn konungur hafi látið gera honum og lærisveinum hans
fyrirsát og ætlað að drepa þá, en þeir sungu bænina og
fóru leiðar sinnar, en fyrirsátursmenn sáu dádýr en enga
menn fara framhjá sér. Bænin er svona:
Ég rís í dag
í miklum mætti: áköllun þrenningarinnar,
trú á þríundina,
játningu einingarinnar,
skapara sköpunarinnar.
Ég rís í dag
fyrir kraft Krists og skírnar hans,
kraft krossfestingar hans og greftrunar,
kraft upprisu hans og uppstigningar,
kraft endurkomu hans til dómsins.
Ég rís í dag
í krafti ástar kerúbanna,
í hlýðni engla,
í þjónustu höfuðengla,
í von launa í upprisu,
í bænum höfuðfeðra,
í spá spámanna,
í prédikun postula,
í trú játara,
11*