Skírnir - 01.01.1948, Page 168
164
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
í sakleysi heilagra meyja,
í verkum réttlátra manna.
Ég rís í dag
fyrir kraft himins,
ljós sólar,
birtu mána,
ljóma elds,
hraða eldingar,
skjótleik storms,
dýpt sævar,
stöðugleik jarðar,
traustleik kletts.
Ég rís í dag
fyrir kraft guðs að stýra mér,
mátt guðs að styðja mig,
vizku guðs að leiða mig,
auga guðs að sjá fyrir mig,
eyra guðs að heyra fyrir mig,
orð guðs að mæla fyrir mig,
hönd guðs að gæta mín,
veg guðs að liggja fyrir mig,
skjöld guðs að hlífa mér,
herskara guðs að varðveita mig
fyrir snörum djöflanna,
fyrir freistingum syndanna,
fyrir teygingu náttúrunnar,
fyrir öllum, sem vilja mér illt,
fjær og nær,
einum sér eða mörgum saman.
Ég stefni öllum þessum öflum milli mín og sérhverrar
grimmdarkynngi, sem gerir mér illt á líkama og sál,
móti særingum falsspámanna,
móti myrkralögmáli heiðingja,
móti villulögmáli rangtrúaðra,
móti svikum skurðgoðadýrkara,