Skírnir - 01.01.1948, Side 169
Skímir
Ferðaþættir frá írlandi
165
móti göldrum kvenna og smiða og töframanna,
móti sérhverri kunnáttu, sem er bönnuð mönnum.
Kristur gæti mín í dag,
móti eitri, móti eldi,
móti drukknun, móti sárum,
svo að ég fái margföld laun.
Kristur með mér, Kristur á undan mér, Kristur á eftir mér,
Kristur í mér, Kristur undir mér, Kristur yfir mér,
Kristur til hægri, Kristur til vinstri.
Kristur í breidd, Kristur í lengd, Kristur í hæð,
Kristur í hjarta hvers þess, sem hugsar til mín,
Kristur í munni hvers þess, sem talar um mig,
Kristur í hverju auga, sem á mig lítur,
Kristur í hverju eyra, sem heyrir mig.
Ég rís í dag,
í miklum mætti: ákalli þrenningar,
trú á þríundina,
játningu einingarinnar,
skapara sköpunarinnar.1)
II.
VIÐ HAMRAFELL
Þegar við komum aftur til Carrick frá Kólumkilladal,
var Delargy þar fyrir, og hafði fengsældin alveg brugðizt
honum, hann hafði ekki veitt eina bröndu. Hér var líka
kominn barnakennarinn okkar, sem við höfðum hitt um
morguninn, Mr. Cunningham. Loks var hér kominn einn
af starfsmönnum þjóðfræðastofnunarinnar írsku, Heoch-
aidh (eða Óh Eochaidh) að nafni; hann gerði ekki ann-
að en safna þjóðsögum í þessum byggðarlögum og var
1) Bænin er á írsku. Hér er farið eftir Thesaurus palœohibernicus
og The Irish Liber hymnorum, aðallega ensku þýðingunni.