Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 170
166
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
gagnkunnugur öllu slíku hér. Þjóðfræðastofnunin hefur
marga þess háttar safnara hér og þar á írlandi, og hefur
henni orðið stórmikið ágengt. Heochaidh er tæpur meðal-
maður á hæð, jarpur á hár og gráeygur, einstaklega lið-
legur maður og með brennandi áhuga á starfi sínu. Hann
hafði sérstaka bifreið, og skiptum við okkur nú á bílana
tvo. Nú var þokunni létt, og þótti nú öllum ráð að hyggja
að Sliabh Liacc, og af því að ég er ekki fjallgöngumaður,
var tekið það ráð, að fara í bifreiðum það sem komizt
yrði. írskir pílagrímar fara allt gangandi, sem hægt er,
og fékk ég margt að heyra hjá Delargy fyrir það, að ég
fór í bifreiðum allt það sem á þeim varð komizt.
Sliabh Liacc er yzta fjallið í fjallgarðinum norðan Done-
gal-flóa. Það er nokkuð skeifumyndað, og snýr íhvolfa
hliðin vestur móti úthafinu. Sunnan við það er höfði, sem
Carrigan Point heitir, en austur af höfðanum er lágur
nesoddi, sem Teelin heitir, og kemur hann síðar við sögu.
Austan við hann gengur inn úr Donegal-flóa Teelin-fjörð-
ur, sem fyrr va,r getið, og upp af honum þorpið okkar,
Carrick, og snýr Sliabh Liacc bakinu í það; norður af því
er svo Malinmore og Kólumkilladalurinn. Sliabh Liacc er
bunguvaxið að austan, en efst á því eru hvassar eggjar.
Fjallið er um 600 metra hátt.
Leið okkar lá fyrst út með Teelin-firði og síðan í sneið-
ingum upp eftir milli Carrigan-höfða og sjálfs háfjalls-
ins. Loks kom að því, að mönnum þótti ekki mega koma
bílunum við lengur með góðu móti, og gengum við þá.
Vorum víð nú komin vestur að sjónum, var hátt, þver-
hnípt standberg fyrir neðan. Áfram héldum við norður
eftir að vestan, þangað til komið var á sléttan, lyngvaxinn
höfða, nokkuð breiðan, og heitir hann Benglas; voru
björgin út við sjóinn þar enn hærri. Norðan hans var vík
inn í fjallið, og innan þeirrar víkur voru háeggjarnar,
sem gnæfðu við loft og teygðu sig norður eftir. Hér sett-
umst við og sátum langa-lengi, í hinu hávaxna, dökka
lyngi, sem ég þekkti ekki. Björg höfðans voru, eins og fyrr
var sagt, snarbrött, en háfjallinu upp af vikinu hallaði