Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 171
Skírnir Ferðaþættir frá írlandi 167
nokkuð, voru þar sumstaðar skriður og fláar, en á öðrum
stöðum bratt berg, og allt gróðurlítið á þessari hlið. Eitt-
hvert forngrýti var í fjallinu, grátt að lit, líklegast granít.
Nafn sitt dregur fjallið af þessu grjóti og hömrum, fyrri
liðurinn er Sliabh, sem þýðir fjall, hinn síðari, Liacc, er
eignarfall af lie, steinn eða grjót. Hrikalegt er fellið að
sjá, og þó að hærri og stærri fjöll séu á íslandi, mundi
Sliabh Liacc hvarvetna þykja sóma sér vel.
Cunningham, barnakennarinn, lét rigna yfir okkur frá-
sögnum af hverju eina, sem á leiðinni var, og kunni á öllu
skil. Var Cunningham enginn eftirbátur landa sinna um
sögur, og var fróðleikur hans óþrotlegur, að því er virtist.
Hann hafði verið fylgdarmaður fjölmargra, sem klifrað
höfðu upp á háeggjar fjallsins; eru þær hvassar, svo að
ekki mega tveir ganga þar með góðu móti hlið við hlið;
hafði margur ferðamaðurinn, sem af forvitni og frægðar-
girni hafði gengið á fjallið, orðið lofthræddur og svimað;
sagði Cunningham margar slíkar sögur af Ameríkumönn-
um, sem þar höfðu komið.
Sólskin var orðið glatt, logn og blítt veður, sjórinn var
sléttur, og sólin var farin að lækka, og stafaði hún sjóinn.
Útsýnið var hér einkar fagurt, með háfjallið á eina hlið,
en sjóinn á hina. í suðri gat að líta blá fjöll Kunnátta,
sunnan Donegal-flóans. Oftast varð okkur íslendingun-
um það þó að horfa til útnorðurs, í áttina þar sem við
hugðum Island vera. Með nokkrum rétti mátti segja, að
við værum stödd í næstu sveit við ísland. Jölduhlaup, sem
Landnáma talar um, hefur sjálfsagt verið á austurströnd
Irlands, á leiðinni frá Dyflinni, og hélt Delargy, að það
væri sama sem nú heitir Point Garron; nafnið Garron þýði
hest eða meri, og við þann höfða hafi stundum verið mið-
að í gömlum ritum, þegar menn skiptu strandlengju ír-
lands í sundur.
Enn fleira en nálægðin tengdi Sliabh Liacc við ísland.
Þegar ég var að skyggnast að heimildum um papana fyrir
nokkrum árum, hafði ég fundið nafn fjallsins í gamalli,
írskri dýrlingasögu, og var þar tiltekið, að einsetumenn