Skírnir - 01.01.1948, Side 172
168
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
færu þaðan til „fyrirheitna landsins“, eyðilandsins í út-
sænum. Á sögu heilags Munnu var að sjá, að hann hefði
komið til þessa lands, og segir á einum stað, að hann hafi
haft í skóm sínum mold frá því, og átti að láta hana í gröf
hans á írlandi, þegar hann dæi. Sagt er, að hann hafi ver-
ið í „fyrirheitna landinu“ ásamt með Kólumkilla, Brendan
og Cannech, og hafi þeir átt sér þar staði; Kólumkilli og
Munnu við sama vað, og hét staður Kólumkilla Ath Cain
(Fagravað), en staður Munnu Port Subi (Fagrahöfn).
Við annað vað var Cannech og Brendan, og hét staður
Cannechs Set Bethath (Lífsvegur), en staður Brendans
Aur Phardus (Paradísarbakki). Vissulega hafa þessir
dýrlingar ekki verið saman á íslandi, en eflaust hafa fyrstu
örnefni Islands einmitt verið með þessu móti. En svo held-
ur Munnu áfram í sögunni, og talar hann við munka sína:
„Ef að ykkur kemur freisting, sem þið fáið ekki staðizt,
þá farið til þessa helga lands. Og á þessum stað (eflaust:
þar sem Munnu er staddur) eiga alltaf að vera 12 vagnar
og 12 eirkatlar til undirbúnings ferðinni. Þið farið nefni-
lega til Mons Lapidum (s. s. Sliabh Liacc), vestan megin
í héraði Bogeniættar, til dvalarstaðar (consistorium), sem
teygist út í sjó, og þaðan skuluð þið svo sigla út. Þið skul-
uð slátra nautum ykkar, og er ykkur leyfilegt að eta þau,
því að vera má, að þið hafið svo hraðan á um ferðina, að
þið getið ekki búið ykkur [annað] leiðarnesti. Og á nauts-
húðum ykkar mun ykkur vel farnast siglingin til fyrir-
heitna landsins.“ *) Þegar ég leit nú hér í kringum mig,
þótti mér lítill vafi leika á því, á hvaða nesodda væri sá
dvalarstaður, sem þeir legðu frá, en það er einmitt Teelin.
Tíminn leið þarna í síðdegisblíðunni á þessum fagra og
tignarlega og eyðilega stað, og það var erfitt að losa sig.
Þó kom að því, að við urðum að fara, og við gengum að
bifreiðunum, en ókum síðan niður að Teelin-firðinum. Hér
skildi leiðir í svip, því að Delargy átti hér meðal bænda-
1) Sjá Plummer: Vitae sanctorum Hiberniae II, 237-8 nm., sbr.
Landnám í Skaftafellsþingi bls. 11—12.