Skírnir - 01.01.1948, Page 173
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
169
fólksins marga kunningja, sem hann vildi heilsa upp á.
Með honum fór Cunningham og Hermann. En Heochaidh
fór með okkur hjónin í sínum bíl út á Teelin-nesið. Það er
lágt, skagar í austur, og innan við það er ágæt höfn; þar
er bryggja, og eitthvert fiskveiðafyrirtæki virtist hafa þar
bækistöð. Heochaidh kunni skil á öllu hér; hann sýndi okk-
ur rústirnar af gömlu Franciskanaklaustri. Hver veit,
hvað hér var á undan Franciskanaklaustrinu, ef til vill
enn eldra munklífi; var hér kannske það „consistorium",
sem dýrlingasagan getur um? Var það hér, sem einhverjir
af pöpunum lögðu upp í hina löngu ferð sína norður í höf ?
Við gátum ekki dvalizt hér lengi, enda lítið að sjá á
sjálfu nesinu. Við snerum til bílsins. Við okkur blasti hin
fegursta sýn: Teelin-fjörðurinn með byggðinni umhverfis.
Land hækkaði í brekkum og pöldrum vestan megin upp að
Sliabh Liacc, og var það allt grænt. Meðfram veginum
voru tré og runnar, m. a. rósarunnar, og svo heil röð af
bændabýlum, með hvítum, lágum veggjum, hlöðnum úr
grjóti eða tígulsteini og með steinlími á milli, en stráþök
voru á þeim flestum, og ekki hafði aðkomumaður verið
hér lengi, þegar hann fór að kunna vel við þau. Beint upp
af fjarðarbotni, nokkuð uppi í landi, blasti Carrick-þorpið
við, og austan fjarðarins var há strönd, þéttbýlt undir-
lendi og fjöll í baksýn. Veðrið var blítt, og djúpur friður
hvíldi yfir öllu. Þarna vildi ég koma aftur og hvílast í
skauti þessa fagra lands.
Við héldum nú sömu leið aftur, inn með Teelin-firðin-
um, en námum þó fljótt staðar hjá lágri brekku og geng-
um þar upp. Hér var hjalli í hlíðinni, og svo tók ný brekka
við. Allt var grasi gróið og minnti mig á brekkurnar heima
í Mýrdalnum. Uppi á hjallanum voru rústir, af klaustri
sagði Heochaidh mér, en ekki voru þær stórar um sig. Of-
an á grjóthrúgu rústanna er lítið líkneski, af Maríu mey,
minnir mig. Þar var líka steinn, ílangur, eins og tveir
hnettir væru settir saman, sléttur að utan og fágaður.
Sagt var mér, að steinarnir ættu að vera tveir, og væri
mikil trú á lækningarkrafti þeirra; sóttu menn þá til