Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 174
170
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
sjúkra og struku þá með steinunum. En að lækningu lok-
inni skyldi steinunum alltaf skilað aftur. Nú var annar
þeirra þarna, en hinn var þessa stundina meðal Ira í
Ameríku.
Hjallanum hallaði nokkuð til suðurs, og var þar lágur
hóll. Þarna var sýnilega grjótrúst af hringmynduðu húsi,
og innan í hringnum er lind, sem kölluð er lind hinna helgu
kvenna. Yfir lindina hefur nýlega verið steypt örlítið
lindarhús. og var það eins og ferhyrndur kassi í lögun og
opið móti sjó; þar var í blikkdós til að ausa með vatninu,
sem menn hugðu bæta mörg mein. Hjá lindinni áttu í forn-
öld að hafa verið þrjár helgar. konur, sem nefndar eru
Cíall, Tuigse og Náire — en það eru engin vanaleg manna-
nöfn, því að þau þýða vit, skilningur og hófsemi (eða
hæverska). Sagt er, að þessar þrjár konur hafi verið syst-
ur dýrlings eins, er var í fjallinu, og var það á dögum
Kólumkilla. Ýmsir staðir þarna í grennd standa í sam-
bandi við þessar sagnir, og sleppi ég því, nema hvað þess-
ar konur eru líka tengdar við aðra lind þarna í grennd-
inni, sem kölluð var Byrlindin (eða lind hins hagstæða
byrjar). Þótti gott að hreinsa þá lind, ef menn vildu fá
hagstæðan byr, en hætt var þeim sem það gerði, að ein-
hver ættingja hans dæi. Siður var það, þegar sjómenn
lögðu frá landi í Teelin, að þeir tóku ofan fyrir þessari
lind og báðu guð, Maríu mey og hinar þrjár helgu konur
að veita sér aðstoð í sjóferðinni. Aðrir segja þó, að þetta
eigi við lind hinna þriggja helgu kvenna sjálfa, og á henni
er mjög mikill átrúnaður. Þangað fóru menn pílagríms-
göngur 23. og 29. júní og viðhöfðu þá bænalestur eftir
vissum reglum og á vissum stöðum (sbr. göngurnar í
Kólumkilladal). Síðan sátu pílagrímarnir alla nóttina hjá
lindinni, og oft var vatnið úr henni notað við meinsemd-
um manna. Báðu menn þá til guðs og hétu um leið á hinar
þrjár helgu konur og aðra dýrlinga. Hefur það tíðkazt
alveg fram að þessu.
Það er alkunna, að fornþjóðir höfðu mikinn átrúnað á