Skírnir - 01.01.1948, Side 175
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
171
lindum, en þegar kristni kom, var þessi lindatrú tengd við
einhvern dýrling, og á þann hátt fékk hún kristinn, kaþ-
ólskan svip. Líklegast er, að þessu sé þannig háttað hér.
Það sem fornlegast virðist hér, eru hinar svo nefndu þrjár
helgu konur, sem ekki heita vanalegum kvennöfnum. Er
nú tvennt til. Vera mætti, að þær væru kristnaðar linda-
dísir, og má í því sambandi minna á, að Grikkir og Róm-
verjar dýrkuðu lindir sem konur, en í annan stað dýrkuðu
Gallar eins konar dísir, sem nefndar voru matres eða mat-
ronae þ. e. mæður, og voru oftast þrjár. — Hitt gæti þó
líka verið, að hinar þrjár helgu konur hafi í öndverðu
ekki verið yfirnáttúrlegar verur, heldur hofgyðjur. Pom-
ponius Mela, rómverskur rithöfundur á 1. öld e. Kr., segir
frá ey einni við Bretagne-strönd, sem hann nefnir Sena
(nú Sein); þar var mikill helgistaður, og var dýrkaður
galliskur guð nokkur; voru hofgyðjurnar, sem kallaðar
voru Senae, níu að tölu og skyldu alla ævi lifa helgu ein-
lífi. Þær voru mjög máttugar, gátu með galdraljóðum
valdið veðrum og sjávargangi, læknað banvæn mein og
skipt hömum og sagt fyrir óorðna hluti.1) Algengt er, að
minni úr goðsögum eða trúarsiðum komist í ýkjusögur og
ævintýri, og líklegt má þykja, að Morgana álfkona og syst-
ur hennar á eynni Avalon, sem græddu Artúr konung ban-
vænan, séu af þessum uppruna, og af sömu rót kynnu
Menglöð og meyjar hennar í Fjölsvinnsmálum að vera. En
hjá lind hinna þriggja kvenna er að ræða um óslitinn
átrúnað, hvort sem konurnar voru nú í öndverðu lindar-
dísir eða hofgyðjur, sem dvöldust á þessum fagra stað;
við kristnitökuna voru þær kristnaðar, gerðar að kristn-
um dýrlingum, og þannig lifðu þær og helgistaður þeirra
fram á vora daga. En goðhelgi staðarins greip mig jafn-
skjótt og ég kom þar, og tel'ég þetta elzta staðinn, sem ég
kynntist á írlandi (því að ég tel ekki steinaldarleifarnar
hjá Malinmore, af því að þær opinberuðu mér ekkert).
1) Pompenius Mela: De situ orbis, 1. III, c. viii.