Skírnir - 01.01.1948, Side 176
172
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
En nú skulum við heyra að lokum, hvað lindin er orðin
í hugum manna á vorum dögum, eftir því sem 67 ára göm-
ul kona sagði Heochaidh, leiðsögumanni okkar.
„Ég var alin upp svo sem hundrað faðma frá lind hinna
helgu kvenna, og móðir mín var hér á undan mér. Ég held,
að lindin lækni hvers kyns mein og sjúkdóma — nema
dauðann sjálfan — ef menn trúa á hana. Ég hef oft séð
veikt fólk koma og fara og skilja eitthvað eftir til marks
um, að það hafi fengið bót meina sinna. Og ég hef séð
aðra, sem ekki hafa læknazt.
Ég sá mann, sem kom á hækju og við staf. Hann lagðist
niður á fjóra fætur og skreiddist áfram pílagrímsgöngu
sína. Ég og önnur kona gengum til að hjálpa honum, en
hann sagði, að það væru ekki nema lítil meinlæti fyrir sig,
því að meðan hann hefði haft heilsu sína, hefði sér ef til
vill liðið of vel. Hann hafði gengið pílagrímsgöngu í Ráth-
lin, síðan hann fór að heiman, og nú ætlaði hann að reyna
hinar þrjár helgu konur lindarinnar. Hann var þar um
nóttina allt til morguns, og næsta dag sagði hann, að kýr
hefði verið hjá sér alla nóttina; hún var á beit skammt
frá altarinu. Að morgni næsta dags hélt hann burt, og
hann skildi eftir hækjuna sína framan við altarið, og þar
lá hún í vindi og veðri og datt í sundur og fúnaði. Eftir
þetta kom hann, svo lengi sem hann lifði og var fær um
það, einu sinni á ári, og var þar um nóttina, bað og þakk-
aði guði og hinum þremur helgu konum fyrir þá bót, sem
hann hafði hlotið. Og ein kýr var vanalega hjá honum,
dálítinn spöl frá lind hinna helgu kvenna.
Ég sá konu, sem kom með litlu stúlkuna sína til lindar
hinna helgu kvenna; hún hafði verið við Doon-lindina
(það er líka í Donegal-héraði) og á öðrum helgistöðum.
Mér sýndist barnið aldrei mundi geta gengið nema þá
fyrir kraftaverk guðs. Konan var þar á Jónsmessunótt og
hélt þar vöku með barninu allt til morguns, í köldu regn-
inu, á pílagrímsstaðnum hjá lind hinna helgu kvenna.
Næsta dag fór einhver maður, sem bjó þar í grenndinni,
í góðgerðaskyni með hana og barnið áleiðis heim til henn-