Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 178
174
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þeirra sóttu vatn í lindina, þá hefur það sjálfsagt ekki
orðið þeim að neinu gagni . . .
Það var einu sinni gamall maður í Mín na Gaoithe, sem
var vanur að biðja hinar þrjár helgu konur lindarinnar
að vera með sér á dauðastundinni. Einn dag, þegar sjó-
menn ætluðu að fara að róa, sáu þeir þrjár konur ganga
niður stíginn frá lindinni, og þegar þeir komu aftur frá
róðri, var gamli maðurinn, Paitchi Ó Higne, sálaður, og
þá þóttust þeir skilja, að þetta hefðu verið hinar þrjár
helgu konur, sem hefðu verið að sýna honum sóma.
Móðir mín, sem var fædd og upp alin hér, hafði mikla
trú á hinum þremur helgu konum, og hún var vön að biðj-
ast fyrir: „Megi hinar þrjár helgu konur lindarinnar vera
með mér á dauðastundinni.“ Þegar hún var að andast,
gekk nágranni einn heim að húsinu. Hann sá fyrir framan
sig þrjár konur með ytri pilsin um höfuðið (það er sorg-
artákn í þessari sveit). Þegar hann kom heim að bænum,
var þar enginn nema nokkrir grannar og grannkonur, svo
að haldið var, að þetta hefðu verið hinar þrjár helgu kon-
ur lindarinnar, en þær væru ósýnilegar . . .“
III.
I BLÁFJÖLLUM
Þetta var 9. júní. Við fórum eftir hádegi frá Carrick,
héldum fyrst upp eftir dalverpinu, síðan leið, sem lá aust-
an við Malinmore og Kólumkilladal, yfir heiðalönd, sem
þó voru byggð, með akurblettum, en einkanlega góðu sauð-
lendi, enda er hér mikil kvikfjárrækt og ofið talsvert af
ullarefnum, sérstaklega „tweed“, sem mikið þykir í varið.
Hörrækt er hér líka, og frá þessu héraði kemur mikið af
ísaumuðum líndúkum, sem frægir eru víða um lönd.
Landið smáhækkar, og loks fórum við upp á háls. Hér
blasa brekkur við fyrir neðan, ekki alls ólíkar brekkunum
upp af Bólstaðarhlíð, við förum þar niður, allt er þetta of-
boð kunnuglegt. Við förum síðan eftir djúpum dal, í átt-