Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 180
176
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
grasteygingum langt upp eftir, og grænum brekkum, þeg-
ar neðar dró. Minntu þau og allt þetta land mjög á ísland;
mátti hér heita hrjóstrugt. Nú var sólin horfin, og sló þá
á landið alvörublæ; nokkur gola var líka á komin. Við
héldum nú góða stund áfram, og var hér byggðin dreifð.
Þá komum við þar sem býli blasti við uppi í hallanum, en
annað var fyrir neðan veginn. Fyrir ofan veginn, skammt
niður frá efra bænum, var karl og kona við vinnu. Hér
námum við staðar, og félagar okkar fóru út úr bílunum
og gengu til fólksins. Ekki höfðu þeir talað lengi við það,
þegar þeir bentu okkur að koma; gengum við þangað og
heilsuðum. Konan var mikil vexti og stórskorin og fríð
var hún ekki, en hún hafði einstaklega viðfelldið og góð-
látlegt bros. Hún var bláeyg og hafði verið ljóshærð, en
nú var hún hvít fyrir hærum og var hárið mikið. Hún var
mjög glaðlynd og fjörug og talaði af mesta ákafa. Maður-
inn, sem var bóndi hennar, var dökkur á brún og brá og
móeygur og nú nokkuð hærður, vel meðalmaður á hæð og
grannlegur, kviklegur, en þó hæglátari en konan. Eflaust
var hann á sjötugsaldri. Klæðnaður þeirra bar vitni um
hina sárustu örbirgð, en það var eins og þau vissu ekki af
henni, og ekki fyrirurðu þau sig fyrir sín slitnu klæði
frekar en Ingjaldur í Hergilsey; tóku þau móti komu-
mönnum eins og jafningjum sínum og með náttúrlegri al-
úð og gestrisni og þeirri hjartahlýju, sem mér virðist
þjóðareinkenni Ira. Ekki kunnu þau annað en írsku, og
gátum við hjónin þá eins vel talað íslenzku, en Delargy
túlkaði það, sem þurfa þótti.
írskan er svo ólík öðrum málum, að ógerningur er að
skilja hana nema hún sé lærð gagngert. Það er tungumál
af sama flokki og t. d. íslenzka, gríska og latína (indó-
evrópiskt mál), en hefur farið mjög sínar leiðir. Það er
borið fram með sterkri áherzlu, en ekki sönglað; stundum
kemur fyrir í því ach-hljóðið, sem menn kannast við úr
þýzku, en borið fram af meiri styrk en ég þekki annars,
og þá heldur ófagurt; að öðru leyti er írskan einkar mjúkt
og hljómþýtt mál og um leið þróttmikið. 1 framburðinum