Skírnir - 01.01.1948, Page 183
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
177
ber mikið á tví- og þríhljóðum, sem getur í fjarska minnt
á færeyskan framburð. Það er einkenni á írsku fram yfir
öll þau mál, sem ég þekki, hve mjög samhljóðendur litast
af hljóðstöfunum í kring; þegar maður hefur einu sinni
veitt því athygli, veitir það eyranu alltaf nýja og nýja
töfra. Annars er margt einkennilegt um írskuna. Þar er
lítið að treysta hljóðstöfum orðanna — þetta þekkjum við
úr íslenzku, þar sem eru hljóðvörp og hljóðskipti — en
samhljóðendurnir geta líka tekið upp á því að brevtast,
svo að orðin taka algerum stakkaskiptum. T. d. má taka
írska orðið bard: skáld. Sonur skáldsins er mac an bhaird
með bh (þ. e. v) í stað b. Þetta er éinmitt nafn bóndans
á þessum bæ. Á líkan hátt getur upphafs-p breytzt í b eða
Tph (frb. /), m í mh (frb. v) o. s. frv. Þá var fyrrum og er
ef til vill enn, að forsetningar breyttust á þann hátt, að
kalla mætti, að þær hefðu persónubeygingu; stundum var
persónufornöfnum skotið inn í sagnorðin — en nú er það
horfið. Hermann kvað sér hafa þótt óþægilegast í fyrstu,
að orðin já og nei eru ekki til í írsku.
Nú er okkur brátt boðið inn í bæinn, og hvarf þá Heoc-
haidh í svipinn, en þó kemur hann við sögu aftur. Húsið
var eitt hinna vanalegu írsku stráþöktu, hvítveggjuðu
steinhúsa, og í minna lagi. Okkur var boðið inn í eldhús-
ið eða eldaskála, hvað ég á að kalla það, eins og vant er,
þegar komið er á írskan bóndabæ. Það er vanalega aflangt
herbergi og rúmgott, og er arininn í öðrum enda með pott-
um og kötlum hangandi í hóm eða annars konar krókum.
Eldur logaði hér glatt á arni, og var brennt mó; kom af
honum sérstök angan, sem mér fannst alltaf notaleg. Gólf-
ið er oft úr steini eða hellulagt, en hér var moldar- eða
leirgólf, fast troðið og þurrt. í hinum enda eldhússins
hékk allur þremillinn á snögum, ílát og föt og hvað eina,
og mjög var herbergi þetta fátæklegt. Stólar og bekkir
voru hér og þar í húsinu, einkanlega í grennd við arininn,
og var komumönnum óðara boðið sæti. Fékk ég sæti innst,
næst arni, vinstra megin, og þótti það mikið heiðurssæti.
Svo kvöldsett var orðið, að skuggsýnt nokkuð var í eld-
12