Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 184
178
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
húsinu, og naut þá arineldurinn sín sem bezt og kastaði
sinni mjúku töfraglætu um húsið. Bæði voru hjónin ræðin
og glaðlynd og fögnuðu komumönnum af mestu vinsemd.
Sátu nú allir við eldinn og reyktu. Ekki höfðum við lengi
setið, þegar Heochaidh kom; hafði hann farið á neðri bæ-
inn, og kom með honum húsfreyjan þaðan, en hún var
systir bóndans hér. Hún var lítil og dökk yfirlitum og fín-
ieg, kvikleg og fjörleg, með móbrún, lifandi og greindar-
leg augu. Var hún eitthvað á aldur við bróður sinn.
Ég gat þess áðan, að húsbóndinn hét Mac-an-Bhaird,
sonur skáldsins, og það nafn bar hann með rentu, því að
hann er mikill sagnamaður, og var það raunar erindi De-
largys og Heochaidhs að láta okkur heyra írskan sagna-
mann segja sögu. Hann sat út við dyr; í glætunni frá eld-
inum sást vel andlit hans og augu, og nú tók hann að segja
sögu sína. „Það var einu sinni maður . . .“ Þetta var ævin-
týri, alþekkt, og hann sagði hratt og fjörlega, og var
hvergi orðs vant, auðséð var á andlitssvip hans og hreyf-
ingum, að hann lifði söguna um leið og hann sagði hana.
Auðvitað skildi ég ekki orð, nema ef vera skyldi að telja
mætti ‘bhí fear’, sjálft upphafið: ‘það var maður’, og svo
orðið ‘agus’, sem þýðir ‘og’; en Heochaidh túlkaði fyrir
mér söguna á eftir. í sögunni var mikið af samtali. Þegar
hann hafði lokið sögunni, tók systir hans við, og fór hún
með kvæði, þrjú eða fjögur; það voru ástakvæði og önnur
lýrisk kvæði frá fyrri öldum. Hún sat alveg við eldstóna,
hægra megin, svo að greina mátti svipbrigði hennar; aug-
un ljómuðu, þegar hún fór með kvæðin, og það var eins
og hún væri í öðrum heimi. Hún las með föstum og skýr-
um áherzlum, og þó að ég skildi ekki efnið, var ég grip-
inn af söng braganna; einkum þótti mér einkennilegt ann-
að kvæðið, og leyndi sér ekki, að í hljómfalli þess og fram-
sögn birtist gömul list.
Þarna sátum við í þessum fátæklega kofa, það var að
smárökkva, og eldurinn logaði glatt í mónum á arninum,
og tíminn leið án þess við tækjum eftir. Þannig hafði írska
þjóðin öldum saman setið við arineldinn og haft sér til