Skírnir - 01.01.1948, Síða 186
180
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
flutt eftirlíking, og þeir voru virtir og í háveguxn hafðir
hvarvetna, í sölum konunga og höfðingja, á þingum og
mannfundum, í kofum alþýðu. Og á undan þeim, allt fram-
an úr grárri forneskju, hafði verið sá flokkur manna, sem
nefndir voru filid, sagnamenn, sem lærðu hetjusögur þjóð-
arinnar og fóru með þær, en voru um leið skáld.
Þannig var sem þessi litli og fátæklegi kofi stækkaði
og fylltist innihaldi, hann varð tákn, og bóndinn og systir
hans voru ekki aðeins fátækt fólk, sem lifðu við kröpp
kjör, heldur fulltrúar merkilegrar og frumlegrar menn-
ingar. í hátterni þeirra eimdi eftir af prúðmennsku hirð-
skálda löngu liðinna tíma. í framsögn þeirra lifði enn eitt-
hvað af hinni fjölbreyttu og dýru orðlist barda og sagna-
manna gullaldarinnar. Listræn ástríða þeirra var sama
kyns og skapandi skálda á þeim tíma, þegar þessi menn-
ing var enn frjó og í fullum blóma.
í gegnum frásögn ævintýrisins og framsögn kvæðanna
nam ég óminn af ljóðum skálda, sem horfin eru eins og
snjórinn, sem féll í fyrra. I hrifningu þeirra fannst mér
ég heyra til Amorgens, sem kveður í rökkri heiðninnar
um víðfeðmi skáldsins, eða var það drúídans — en fyrir
sama kemur, því að skáldið og töframaðurinn er í önd-
verðu sami maður:
Ég er stormur á hafi,
ég er alda djúpsins,
ég er niður hafsins,
ég er hjörtur með sjö hníflum,1)
ég er haukur á bjargi,
ég er tár sólarinnar,
ég er hið fegursta af grösum,
ég er dirfð villigaltar,
ég er laxinn í hylnum,
ég er vatn á víðri sléttu . . .
1) Þetta lýtur sjálfsagt að einhverju goðfræðilegu efni, sem við
þekkjum ekki.