Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 187
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
181
Þannig voru þessi skáld, og þannig er hinn innblásni
skáldskapur allra tíma: skáldið sér í gegnum holt og hæð-
ir, hann heyrir grasið gróa á jörðinni og ull spretta á sauð-
um, hann lifir með í lífi náttúrunnar, og hjarta hans slær
með öllu því, sem lífsanda dregur.
Kvæða-Anna okkar, sú sem fór með ljóðin í kofanum í
Bláfjöllum, kann án efa ekki þetta ævagamla Ijóð, því að
hennar kvæði eru sjálfsagt öll frá síðari öldum. En vera
mætti, að hún hefði í fórum sínum vögguljóðið, sem nú
skal tjá:
Sofðu barnið mitt, ljúflingurinn minn, sofðu! Sjórinn
sefur á grænum grundum; máninn sefur á bláum öldum;
sofðu barnið mitt, Ijúflingurinn minn, sofðu!
Sofðu, barnið mitt! Morguninn sefur á rósabeði; kvöld-
ið sefur á tindum dökkra fjalla; sofðu, barnið mitt, sofðu!
Sofðu, barnið mitt! Vindarnir sofa í klettahellum;
stjörnurnar sofa á skýjabólstrum; sofðu, barnið mitt,
sofðu! . . .
Sofðu, barnið mitt! Brennandi tárið sefur á hryggri
kinn, en svefn þinn er ekki tára-svefn. Sofðu, elsku barn-
ið mitt!
Sofðu, barnið mitt! Sofðu í ró, sofðu í gleði. Aldrei
skyldir þú sofa svefni sorgarinnar! Sofðu barn mitt, sofðu
elsku barn, sofðu!
Irsku skáldin voru ekki úr steini frekar en Kormakur
eða Hallfreður. Þeir voru einkar móttækilegir fyrir kven-
lega fegurð, og það varð þeim óþrjótandi yrkisefni, og af
slíkum ljóðum þeirra kunni Kvæða-Anna okkar mörg.
Það var einu sinni maður að nafni Carol O’Daly og átti
heima í Kunnáttum. Hann varð að flýja hérað sitt, en
hann átti þar eftir stúlku, sem hann unni. Tímar liðu, og
hann grunaði, að ekki væri víst, að öllu væri óhætt. Hann
fór í dularklæði, bjó sig sem hörpuleikara, og hann fór
inn í Kunnáttir, og hann kom að þar sem stúlka hans sat
á brúðarbekk með öðrum manni. Hann lék sitt ljúfasta
lag á hörpuna og kvað þetta og annað því líkt: